Eitt
og annað týnst til undanfarnar vikur..
Laugardaginn 14. október var árshátíðardagur í vinnunni hjá frístundarheimilinu. Dagurinn byrjaði á því að hittumst í frístundinni í hádeginu og fengum okkur smá snarl..Þaðan fórum við í Tennishöllina í Kópavogi til að spila padel sem er einhverskonar útgáfa af tennis. Þarna áttum við skemmtilega stund í c.a tvo tíma, spiluðum og hlógum mikið😅 Síðan var haldið heim á leið til að hvíla sig og taka sig til fyrir kvöldið.. Við hittumst svo aftur í húsnæði frístundarinnar um sexleytið í smá fyrirpartý, vorum þar í c.a klukkutíma og fórum svo samferða í Valsheimilið.
Þessi árshátíð var sameiginleg fyrir öll frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í hverfinu svo þar voru rúmlega 100 manns samankomin í Valsheimilinu. Þar var rosa stuð um kvöldið, við fengum góðan mat, kalkúnabringu, nautakjöt og allskyns meðlæti og eftirrétt. Það voru skemmtiatriði, við tókum hópmyndir, plötusnúður spilaði flotta tónlist, það var mikið dansað og sungið og svo kom MC Gauti og tryllti lýðinn. Fór svo heim um miðnætti. Þetta var mjög gaman í góðra vina hópi og tókst vonum framar og ég hef ekki farið á svona skemmtilegan viðburð í langan tíma😃
Þriðjudagurinn 24. október var merkilegur og fer eflaust í sögubækurnar á Íslandi en þennan dag var stórt kvennaverkfall um allt land( svipuð hugmynd og árið 1975). Engin kona á mínum vinnustað mætti í vinnuna. Við vorum um 25 konur (úr skólanum)sem hittumst heima hjá einni sem á heima nálægt háskólanum í hádeginu, áttum góða samverustund, spjölluðum saman og fengum okkur kaffi og kökur😉. Síðan gengum við saman niður á Arnarhól, vorum komnar um 13:30 og tókum þátt í dagskránni á Arnarhóli sem byrjaði hálftíma seinna. Þetta var mjög fjölmennur fundur, reiknað er með að um 100.000 manns hafi verið samkominn á Arnarhóli, veðrið var frábært og það var magnað að hafa verið þarna á staðnum og tekið þátt.😎
Það var gott að komast í smá vetrarfrí í lok október, ég fór á starfmannafund í frístundinni, í klippingu og tók því svo bara rólega...
Það er búið að ráða 2- 3 starfsmenn í viðbót á frístundaheimilið þannig að við gátum loksins tekið inn 4. bekk😏reyndar bara 3 daga í viku til að byrja með en það er samt betra en ekkert..
Föstudaginn 3. nóvember fór ég til vinkonu minnar í kózýkvöld, fengum okkur pizzu og horfðum á eldgamla grínmynd😊
8. nóv fór ég á stjórnarfund í kórnum og svo á kóræfingu, erum byrjuð að æfa jólalögin fyrir komandi jólasönglagavertíð þar sem við syngum út um allan bæ í des og fáum smá aur fyrir..
Föstudaginn 17. nóv var jólahlaðborð í vinnunni(skólanum). Það var haldið í sal í Höfuðstöðinni sem voru gömlu kartöflugeymslurnar upp á Höfða áður fyrr, en það er búið að breyta húsnæðinu í kaffihús, listasýningu, veislusal og hárgreiðslustofu..
Þetta var rólegt og ágætis kvöld, við mættum um hálfsjöleytið og fengum fordrykk. Maturinn var mjög góður, kalkúnn, innbökuð wellington steik, brúnaðar kartöflur, kartöflugratín, sósa og meðlæti. Eftir matinn kom kennari frá Kramhúsinu með tónlistar og dansatriði, við dönsuðum afródans og hlógum og höfðum gaman saman😏 fór svo heim um 21:30..
Birgir okkar kom í heimsókn og gistingu 18. nóv, við spiluðum innhússfótbolta og hann var svo duglegur að sofa einn í rúminu í gestaherberginu, lesa 10 blaðsíður í lestrarbókinni, skrifa 5 orð í stílabókina, teikna flottar myndir og svo höfðum við kózýkvöld, fengum okkur ís, snakk og gos og horfðum á skemmtilegu skrímslaglímuteiknimyndina Rumble😄 Hann fór svo heim seinnipartinn daginn eftir.
Þriðjudaginn 21. nóv var komið að árlegum hittingi Borgarkórsins (gamli kórinn minn). Við komum saman 16-17 kórfélagar heima hjá Sigvalda, sungum jólalagaprógrammið, spjölluðum, fengum okkur veitingar og áttum skemmtilega samverustund😀
Er núna heima slöpp eftir flensusprautuna sem ég fékk í gær...en það jafnar sig fljótt..
nóg í bili..Sandra