Wednesday, August 09, 2023

Birgir

 okkar varð 8 ára 16. júlí 😍. Það var haldin afmælisveisla í Ásgarðinum hjá Jóa, kaffi og kökur og nokkrir gestir:-)

Við Gunni fórum í bíltúr einn góðviðrisdag í júlí, keyrðum Þingvallaleið, framhjá Grímsborgum og Þrastarlundi og yfir Hellisheiðina, fínasti bíltúr þann daginn 😉

Ég hitti Heiði vinkonu mína 20. júlí 😊.Við fengum okkur pizzu í Egilshöll og sáum svo nýjustu Mission Impossible myndina, hún var nú ekkert sérstök, en ágætt að sjá hana þar sem ég hef séð allar hinar...

Ég og mamma fórum í bíltúr 2. ágúst. Keyrðum Reykjanesbrautina, fórum í Garðinn, settumst á bekk hjá bílastæðinu og horfðum á sjóinn, fengum okkur svo kaffisopa á Lighthouse-Inn. Héldum svo áfram ferðinni og keyrðum inn í Sandgerði og svo heim. Fínasti bíltúr í góðu veðri😏

Verslunarmannahelgin var ágæt, við Gunni kíktum í bíó á föstudeginum og sáum gríndraugamyndina Haunted Mansion sem var ágætis afþreying, á laugardeginum skrapp ég til mömmu í kaffisopa og á mánudeginum fórum ég og Gunni í bíltúr niður á Reykjavíkurhöfn og fengum okkur að borða á Stælnum á leiðinni heim😋.

Nú er eldgosið í Litla-Hrút búið í bili sem er gott því það var ekki gaman að hafa þessa gosmengun hangandi yfir bænum á góðviðrisdögum. Þetta var kallað "gos-flensan" , einkennin voru .m.a. hausverkur, beinverkir, þreyta, hálssærindi og fleira... Þessi mynd er tekin nokkrum dögum eftir að gosið byrjaði, þetta er flott að sjá. 

 

Í gær fór ég í smá gönguferð meðfram golfvellinum og var ekki komin langt þegar það komu svakalegar þrumur og eldingar fyrir ofan Esjuna og Mosfellsdalinn😲. Hef ekki upplifað svona í langan tíma og það var frekar mögnuð upplifun að sjá svört, hvít og þykk skýin sem fylgdu þessu og heyra þrumurnar svona frekar nálægt. Skúraveðrið kom svo c.a. hálftíma seinna en þá var ég sem betur fer komin heim aftur...

Í dag eru 4 ár síðan Haddi pabbi kvaddi, blessuð sé minning hans..💗

jamm, nóg í bili,vona að þið hafið það gott..

Sandra í sumarfríi:-)