Á
uppstigningardag fórum við mamma á bíómyndina Bookclub 2, sem er um 4 vinkonur sem eru búnar að þekkjast í 50 ár og fara saman í stelpuferð til Ítalíu. Fínasta rómtískt gamanmynd þar á ferð:-)
Daginn eftir sem var föstudagurinn 19. maí var komið að vorferð kórsins á Snæfellsnes. Veðurspáin fyrir helgina var ekki góð, spáð var miklum vindi 20-30 m/sek og rigningu😟
Það var tvísýnt á föstudeginum hvort við myndum fara, en svo gaf rútbílstjórinn grænt ljós og við héldum af stað um kvöldmatarleytið. Ferðin gekk vel þrátt fyrir mikinn vind, við stoppuðum í Borgarnesi og vorum komin á áfangastað, gistiheimilið/sveitahótelið Langaholt í Staðarsveit c.a. 21:30. Þar gengum við frá dótinu inn á herbergi og svo var smá samverustund fram eftir kveldi..
Daginn eftir vaknaði ég snemma, fór í morgunmatinn, skellti mér í sturtu og svo var stutt kóræfing áður en við héldum af stað á Arnarstapa þar sem við áttum pantað borð í hádeginu. Ferðin þangað gekk vel, bílstjórinn keyrði varlega og við fengum okkur að borða á Stapinn cafe, staður sem ég mæli með😊.
Næst var ferðinni heitið á Ólafsvík en þar sem vindurinn var mikill og sterkar vindkviður þurftum við að bíða af okkur veðrið og vorum því í c.a. tvo tíma á Arnarstapa. Við komumst loks af stað, keyrðum yfir Fróðárheiði og þegar við komum í Ólafsvík var komin rigning, en við höfðum sloppið við hana hingað til.. Við vorum búin að boða komu okkar á elliheimilið og sungum þar nokkur lög,c.a. hálftíma prógramm sem gekk vel, áhorfendur voru sáttir og við fengum kaffi og kökur:-)
Svo fórum við sömu leið til baka, gátum ekki keyrt fyrir nesið vegna veðurs og vorum komið heim á hótel um fimmleytið.. Þar tók við skemmtileg spila og gleðistund í tvo tíma og síðan áttum við pantað hlaðborð klukkan 20:00.. Fengum mikið af góðum mat og eftir matinn var spjall, söngur og hlátur fram eftir kvöldi..ég fór í rúmið um miðnætti..
Morguninn eftir var morgunmatur, pakkað saman og svo hittumst við öll í matsalnum til að halda upp á stórafmæli hjá einum kórfélaga, hún fékk köku og afmælissöng og svo var lagt af stað í bæinn um 11 leytið. Við stoppuðum aðeins í Borgarnesi og vorum komin í Mosó um kl 13:00..
Jamm fínasta ferð, þrátt fyrir veðrið, frábær bílstjóri, náðum að fara aðeins um nesið og syngja fyrir áhorfendur, á elliheimilinu, matsölustaðnum og hótelinu og góð samverustund með frábærum kórfélögum😀
Laugardaginn 3. júni fór ég í heimsókn til vinkonu minnar, við fengum okkur kínamat og horfðum á bíómynd..
Síðustu dagana fyrir sumarfrí fórum við með börnin í Húsdýragarðinn, grilluðum pulsur og leyfðum þeim að leika sér í tækjunum í garðinum. Ferðin tókst vel, gott veður og allir þægir..
Skólaslit voru 7. júní. Við kvöddum börnin, tókum til í stofunum og svo var sameiginlegur matur í salnum í hádeginu..
Það er gott að vera komin í sumarfrí og undanfarna daga hef ég m.a. farið í klippingu, farið í búðarferð í Smáralind og Costco, kíkt í ræktina eftir langt hlé, verið sófakartafla, farið í gönguferðir, sund og tekið smá sniglaskokksæfingu😎
Laugardagskvöldið 10. júni fór ég til Jóa bróður og var þar með drengjunum á meðan Jói og Sara skruppu í 40 ára afmæli. Þegar ég var að fara heim tók ég Gunnar með mér í næturgistingu þar sem hann var að fara í fótboltaskóla í Mosó daginn eftir..
Á sunnudagmorgun skutlaði Gunni honum í fótboltann og svo náðum við í Gunnar um 3 leytið, þar var fullt af fólki, útskrift og allir þátttakendur fengu skírteini.. Jói, Sara og strákarnir komu líka á útskriftina og við hittumst svo á Stælnum, fengum okkur að borða, við keyrðum Gunnar heim, en þau kíktu á nýja róluvöllinn í Elliðaárdalnum..
Jamm, svona er lífið í sveitinni þessa dagana, hafið það gott og farið varlega í umferðinni...