Vorum
hjá Jóa og co á gamlárskvöld. Fengum Wellingtonsteik og meðlæti og drengirnir voru í góðu stuði í flugeldasprengjum:-)
Það er sama myglufjörið í vinnunni og bætist bara við.. 4. og 5. bekkur kom loks í hús eftir jólafrí. Á starfmannafundi í byrjun janúar kom í ljós að miklu fleiri rými væru illa farin og staðan er núna þannig að 7. bekkur fór út í Herkastalann og er þar enn og 8.-10. bekkur fór í húsnæði í Ármúla þar sem annar unglingarskóli hefur verið með kennslu síðan í haust og eru báðir skólarnir þar enn. Myndmenntakennarinn og textílmenntakennarinn þurftu að tæma stofur sínar þar sem þær eru ónothæfar og kenna nú hér og þar um skólann en bókasafnið slapp sem betur fer að mestu leyti:-)
Í síðustu viku voru tvær stofur í unglingadeildinni opnaðar aftur og flutti 3. bekkur þar inn í bili þar sem það þarf að gera við þeirra stofur.. Það var líka greind mygla í frístundaheimilinu en ekki eins mikið og hafa tvö rými verið tekin þar í gegn en það er búið að opna þau aftur sem betur fer.. Já, þetta er skrýtið ástand sem stendur sennilega fram á vor😒
Ég fór heim til vinkonu minnar 28. jan og áttum við saman kózýkvöld, fengum okkur kínamat og horfðum á vidjó:-)
Gunnar okkar varð 13 ára þann 11. febrúar 😀og af því tilefni hittumst við heima hjá Jóa 9. febrúar, fengum pizzu og áttum góða stund..
Laugardaginn 11. febrúar var mikið um að vera í félagslífinu.. Ég hitti kórinn minn í Egilshöll rétt fyrir klukkan 18:00, við fórum í keilu,mikið stuð og gaman. Síðan fengum við okkur að borða, vorum búin að panta pizzahlaðborð kl 19:00, þurftum að bíða dálítið eftir matnum, en ég náði að fá mér nokkrar sneiðar áður en ég fór með vinkonum mínum á bíó klukkan 20:00 sem var í sama húsi.. Þetta var skemmtilegt kvöld með góðu og frábæru fólki.😎
Veðrið hefur verið allskonar eftir áramót, það hefur skiptst á að vera: rigning, rok, frost, vindur, hláka, logn, hálka, slabb, haglél, snjókoma, skýjað og sól...
Það er líka óróleiki í samfélaginu vegna kjaramála. Margir eru búnir að semja en stéttafélagið Efling var ekki sátt við samninga. Því fóru hótelstarfsmenn í verkfall og í síðustu viku fóru vöruflutningabílstjórar og olíubílstjórar einnig í verkfall. Það kom mikil harka í deiluna og engar viðræður fóru fram í nokkra daga milli viðsemjanda og sáttasemari gat ekki miðlað málum og sagði sig frá málinu.. Nýr sáttasemjari var skipaður í þessu máli og náði deilendum að borðinu í viðræður sem standa nú yfir. Það leiddi til þess að verkföllum var fresta fram á annaðkvöld og vonandi verða ekki fleiri verkföll hjá þeim hópi. Þetta var skrýtið ástand, fólk hamstraði bensín og í sumum tilfellum mat og þurrvörur því engin veit hvernig þetta fer, en margir aðilar fengu undanþágu, t.d. lögreglan, neyðarþjónusta, spítalar og fleiri..
Annars nóg fram undan hjá mér að gera í mars og apríl: fermingar, leikhús, æfingarbúðir og bíó.
Nóg í bili..farin að glápa á imbakassann:-)