Saturday, August 06, 2022

tók

þátt í Miðnæturhlaupinu 23. júní:-) Gaman að vera með, fullt af fólki og þokkalegt veður, þurrt, hefði mátt vera aðeins hlýrra og dálítill vindur á köflum. Mér gekk ágætlega að fara þessa 5 km (c.a. 48 mín) miðað við litla þjálfun og 2-3 ára hlé í hlaupviðburðum sem hafa fallið niður undanfarin ár út af dálitlu..

Ég hitti Elínu og Þórunni vinkonur mínar 19. júní, gaman að hitta þær, enda nokkur ár síðan við sáumst síðast:-)

 Strákarnir hafa verið svolítið hjá okkur í júní og júlí í gistingu og heimsókn, ýmist saman eða í sitthvoru lagi. Birgir kom t.d. til okkar á sunnudagskvöld og fór heim á þriðjudegi og svo helgina á eftir komu þeir bræður saman í heimsókn og gistingu frá laugardegi fram á sunnudag:-) Þessar heimsóknir voru 17. - 24. júlí. Birgir átti 7 ára afmæli þann 16. júlí  svo við fórum með hann í Smárann til að velja sér afmælisgjöf og helgina á eftir fór ég út að borða með Jóa, Söru, mömmu, Gunna, Birgi og Gunnari  í tilefni afmælisins..

Ég og mamma fórum í smá bíltúr á afmælisdaginn minn, fórum fyrst til Selfoss og á leiðinni til baka stoppuðum við í Rósagarðinum í Hveragerði og fengum okkur kaffi og kökur:-)

Ég fór í bíó og vil nefna tvær frábærar myndir sem ég mæli með: nýjustu myndina um Þór, flott og rokkuð, grín, hasar og fínasta skemmtun og nýjustu myndina um Elvis, mjög góð, flott tónlist og atriði og margt kemur á óvart:-)

Ég hitt samstarfsvinkonu mína á kaffihúsi um daginn og við áttum góða stund saman:-)

Svo hef bara verið að snúlla mér, farið í búðarferðir og með bílinn í skoðun, farið í klippingu, gönguferðir og sund, kíkt í heimsóknir til mömmu og hitt Heiði vinkonu mína.

Framundan þessa seinustu daga sumarfrísins er m.a. á dagskrá: hugsanleg bíóferð, klipping, Birgir kemur sennilega annaðkvöld og verður fram á þriðjudag,  ætla ég að hitta vinkonur mínar næstu helgi og svo barasta vinna mánudaginn 15. ágúst..

Nóg í bili.. njótið dagsins og farið vel með ykkur:-)