yndislegt
að vera í sumarfríí😊.
Við Mosóbúarnir höfum undanfarnar vikur farið í þónokkrar gönguferðir í hverfinu og um daginn gengum við rúmlega 5 km hring meðfram Blikastaðnesi og sjónum, frekar hressandi sá göngutúr😎.
Í lok apríl hitti ég kórfélagana í nokkurskonar lokaslútti þar sem við enduðum starfsárið á að fara í Minigarðinn sem er inniskemmtigarður í RVK. Við tókum minigolfhring, fengum okkur að borða og áttum góða stund saman fram á kvöld😀
Jói bróðir varð fertugur þann 7. maí. Hann var með fínasta heimapartý, fullt af fólki og fjör fram á nótt og ég, Gunni og mamma kíktum aðeins í stuðið😀.
Um miðjan maí fór ég til Heiðar vinkonu í kózýkvöld, við fengum okkur kínamat og horfðum á vidjómynd😉
Daginn fyrir uppstigningadag var komið að vorferðinni í vinnunni. Við kláruðum kennsluna og fórum svo í Elliðárdalinn þar sem við fórum í hláturjóga í grenjandi rigningu😝. En það var mikið hlegið í þessum æfingum. Að því loknu var haldið í Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er útigarður. Þar fórum við í lazertag og axarhöggkastkeppni og sem betur fer stytti upp og sólin lét sjá sig. Að leik loknum fengum við að borða og svo var dagskrá lokið um kl. 20:00, þetta var fínasta ferð, mikið hlegið og kjánast, spjallað og leikið sér. Þegar ég kom heim voru prinsarnir komnir í óvænta heimsókn og gistingu, gaman að því😘
Á uppstigningadag keyrðum við niður á Reykjavíkurhöfn til að skoða seglskipið, komum svo við á KFC til að fá okkur í gogginn og skutluðum svo strákunum til mömmu sinnar..
Á sjómannadaginn fórum við mamma í smá bíltúr niður í miðbæ í tilefni dagsins😏
Á morgun ætla ég að hitta vinkonur mínar, Þórunni sem býr í RVK og Elínu og dætur hennar sem búa í Finnlandi, en eru á landinu í nokkra daga.😃
Jamm, svona er nú lífið á Fróni þessa dagana. Veðrið hefur verið frekar gott, nokkrir sólardagar og hiti og aðra daga ringing og rok og stundum jafnvel blanda af þessu öllu saman.
Nóg í bili, eigið góða daga og njótið ykkar...