Notalegt
að vera í páskafríi:-)
Hef dundað mér við ýmislegt undanfarna daga; Hef stundað daglega hreyfingu, ýmist farið í gönguferðir eða í ræktina. Ég dreif mig nefnilega í ræktina í fyrsta skipti í langan tíma, tók æfingar fyrir bakið og magann og fór í gönguskíðatækið. Ég fór líka í klippingu, þvoði bílinn, lá í sófanum og glápti á imbann, las bækur, hékk í tölvunni og fór tvisvar í bíó. Við Gunni fórum á vampírumyndina Morbius helgina fyrir páska og svo fórum við mamma á ævintýramyndina Lost City á skírdag:-) Ágætis afþreying en ekkert sérstakar myndir þó..
Framundan næstu daga er: vinna á morgun, miðvikudag og föstudag, á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti og þá fer ég í fermingu hjá frænku minni, Úlfdísi Völu sem er dóttir Védísar og Breka. Á laugardaginn ætla ég á pizzu- og bíókvöld með Heiði vinkonu minni og svo 30. apríl er hittingur hjá kórnum í Minigarðinum, þar sem við förum í minigolf og borðum saman:-)
Jamm, svona í lífið í sveitinni, hafið það gott og njótið komandi viku..