Gott
að vera í jólafríi:-)
Við náðum að hafa nokkra viðburði í skólanum fyrir jólin, héldum jólaball í nokkrum hollum, börn og starfsmenn fengu jólamat, nemendur í 5. bekk sýndu Lúsíuna og allir nemendur og starfsmenn fóru í friðargöngu um hverfið:-)
Við starfsfólkið ætluðum að hafa jólahitting í lok nóvember en því var aflýst þegar 2 starfsmenn greindust með covid nokkrum dögum áður..
Ég söng nokkur jólalög með kórnum um miðjan desember við opnun jólatréssölunnar í Úlfarsárfelli hjá skógræktarfélagi Mosfellsbæjar:-)
Hitti vinkonu mína í gærkvöldi við fengum okkur pizzu og heitt súkkulaði, skiptumst á gjöfum, horfum á mynd og áttum góða samverustund..
Við Mosóbúarnir erum búin að græja allt fyrir jólin, setja upp jólatré, kaupa í matinn, pakka inn gjöfum og svo bakaði ég meira að segja nokkrar súkkulaðismákökur um daginn:-)
Mamma, Jói, Gunnar og Birgir koma hingað á morgun í mat og pakkastuð og svo verða bara rólegheit yfir hátíðina:-)
Nú er veiran að sækja í sig veðrið, undanfarna daga hafa greinst 200-300 smit en í gær var metfjöldi smita innanlands og á landamærunum samtals um 500 manns....og þetta er smitfjöldinn sem má búast við næstu vikur.. Það eru mörg þúsund manns í sóttkví og einangrun þessa dagana..
Það er búið að herða samkomutakmarkanir, nú mega 20 manns koma saman, það er 2 metra regla og grímuskylda og það er búið að aflýsa brennum um áramótin..
Hér er allt autt og nokkra stiga hiti, það verða væntanlega rauð jól í ár...
Jamm svona er nú staðan á Fróni..
Óska öllum gleðilegra jóla og hafið það sem best um hátíðirnar..