Eitt og annað
Gunnar varð 8. ára þann 11. febrúar og fórum við í fínustu pizzuveislu í Drekavoginum.
Það var alveg brjálað veður, hef ekki keyrt í öðru eins veðri í mörg ár, blindbylur, rok og fáir á ferli, en þetta hafðist nú allt saman og allir komust heilir á húfi í afmælið:-)
15. og 16. febrúar var ég í vetrarfríi, notaði það í læknaheimsóknir, hitti Heiði vinkonu mína á kaffihúsi og fór í rólegt og fínt kórpartý, söngur, spjall og matur:-)
Jói seldi Drekavoginn og keypti sér hús í Ásgarðinum:-)
Laugardaginn 24. febrúar voru strákarnir hjá okkur á meðan Jói var að stússast í nýja húsinu og áttum við góðan dag saman, horfðum á teiknimyndir og fórum í skrímslaleik:-)
Helgina 2.- 4. mars fór ég í æfingabúðir og árshátíð með kórnum, mjög skemmtileg og flott helgi:-)
Stelpurnar sóttu mig um sexleytið á föstudeginum, við keyrðum á Laugarvatn, komum okkur fyrir á herbergjunum, margir voru einir í herbergi og þ.á.m. ég, fórum á æfingu klukkan 20:00-22:30. Þá tók við æfing á skemmtiatriðinu, eldhúspartý, söngur, hlátur og spjall. Fór svo að sofa um eittleytið:-)
Næsta æfing var um 9:30 á laugardagsmorgun og stóð til 17:00, með matar og kaffihléi. Eftir það var hlé til 19:30, en þá byrjaði árshátíðin. Fengum góðan mat, þríréttað, rækjur, innbakað lambalæri með öllu tilheyrandi og súkkulaðimús og kaffi:-)
Skemmtiatriðin tókust vel og mikið hlegið: Altinn tók lagið "I want to break free" með Queen, sópraninn var með Evróvisionþema og strákarnir tóku lagið um Gvend á eyrinni:-)
Ég fór í rúmið um hálfþrjú leytið, þreytt, ánægð og glöð með frábæra skemmtun, dansi, glensi og samveru í góðra vina hópi:-)
Vaknaði um 10.00 á sunnudagsmorgni, fékk mér kaffi og svo keyrðum við í bæinn rúmlega 11.00. Kom heim, lagði mig aðeins, var pínu þunn:-) og fór svo til Jóa seinnipartinn að hjálpa til við flutninga:-)
Í gær fór ég í Ásgarðinn til að líta eftir strákunum á meðan Jói var að útrétta, setja upp ljósin, tengja uppþvottavélina og fleira sem þarf að gera eftir flutninga:-)
Læt þetta nægja í bili...
Sandra