Föstudaginn
1. des fórum við mamma á frábæra, flotta og skemmtilega leiksýningu um líf Ellý Vilhjálmsd í Borgarleikhúsinu. Falleg lög og vel sungin, flottir búningar og stórkostleg sýning og toppurinn var þegar Raggi Bjarna kom á sviðið eftir sýningu og söng nokkur lög og allur salurinn tók undir:-)
8. des fór ég með vinnunni á jólahlaðborð á Lækjarbrekku:-)
Fínasta kvöld og góð samverustund með skemmtilegum vinnufélögum, spjall, söngur, hlátur og happdrætti en maturinn hefði mátt vera aðeins betri...
Sátum þar til c.a. 23.00 og fórum svo heim, þreytt og glöð:-)
Í byrjun desember fórum ég, Jói, Gunni og Jón í Grenáskirkju að horfa á Gunnar spila á jólatónleikum Suzuki skólans. Eftir tónleika fórum við í safnaðarheimilið í kaffiboð og jólaball sem við tókum þátt í:-)
Náði að vinna af mér vinnuskylduna í frístundaheimilinu fyrir jólafrí (það er opið þar milli jóla og nýjárs eins og í leikskólanum) og var því í jólafríi frá 21.des-3.jan, dásamlegt að vera í svona löngu frí, mörg ár síðan það hefur gerst:-)
Hitti Elínu vinkonu mína á Þorláksmessu, þar sem hún var á landinu yfir jólin;-)
21. des fór ég í klippingu og kíkti svo í heimsókn á gamla vinnustaðinn. Ég gekk inn með smá kvíðahnút, vissi ekki hvernig yrði að koma aftur en ákvað samt að fara inn. En það var ekkert mál, bara eins og ég hefði aldrei farið, allir tóku vel á móti mér, knús, hlátur og spjall, er svo fegin að hafa sigrast á óttanum og farið í heimsókn:-)
Já, 2017 var ár gleði og sorgar, breytinga, veikinda, bataferlis og tilfinningarússibana.
Ég keypti mér nýjan bíl og skipti um vinnu og Jói og Lára hættu saman.
Jói flutti í sumar í íbúð sem hann keypti sér og Birgir og Gunnar eru oft þar hjá honum og aðlagast þessum breytingum ágætlega;-)
Jólahátíðin:
Við Mosóbúarnir vorum tvö hér heima í rólegheitum á aðfangadag, elduðum mjög góða nautasteik og meðlæti, opnuðum gjafirnar og horfðum á sjónvarpið:-)
Ég fékk fínustu gjafir; nokkrar bækur, nokkur pör af kózýsokkum, gjafabréf í leikhús, konfekt, nammi, hálsfesti, pening, trefil og bækur með myndum af systkinabörnunum í Noregi, kærar þakkir fyrir mig:-)
26. des kom Valli að vestan og Jói, Gunnar og Birgir komu í fínan jólamat, hamborgarhryggur og meðlæti, áttum góða kvöldstund saman:-)
28. des fórum ég, Gunni og Valli í bíó að sjá nýjustu Star Wars myndina, fínasta ræma þar á ferð:-)
30. fórum ég, Jói, Gunnar og Birgir í góðan jólamat til mömmu, hangiket, kartöflusalat og meðlæti, róleg og fín samverustund:-)
Gamlárskvöldið var aðeins öðruvísi en undanfarin ár, en það var líka gaman að breyta til:-)
Valli fór vestur um morguninn og seinnipartinn komu Jói, Gunnar og Brett vinur hans Jóa (strákur frá Ameríku) til okkar..
Við borðuðum fínan mat, lambalæri og tilheyrandi, fórum á brennu, horfðum á skaupið og skutum upp flugeldum:-)
Það var gaman að upplifa þetta kvöld með Gunnari litla sem var spenntur fyrir flugeldunum, fékk að skjóta upp og fór mjög varlega, með hlífðargleraugu, langan kveikjara og fljótur að forða sér þegar búið var að kveikja í rakettunni, mjög duglegur:-)
Það var líka fyndið að sjá viðbrögð Bretts við brennunni og skotgleði landans, enda allt öðruvísi áramót en hann á að venjast:-)
Já, svona er nú lífið í sveitinni, vinna á morgun og letilífið búið í bili:-)
Eigið góða viku.:-)