ýmislegt
Við Heiður vinkona áttum dekurdag 22. apríl. Fengum gjafabréf frá Hreyfingu í afmælisgjöf. Mættum um kl. 11, fórum í heita pottinn og gufu og síðan í góðan heilnuddtíma:-) fórum síðan í Kringluna og fengum okkur að borða, var komin heim um fimmleytið, lúin og glöð eftir notalegan dag:-)
Pabbi og Helga komu í heimsókn 1. maí, þar sem þau voru á landinu:-)
Föstudaginn 5. maí var starfsdagur í vinnunni og beint á eftir var haldið í óvissuferð:-)
Hluti af ferðinni var uppi í vinnu, fengum til okkar jógakennara um kaffileytið, fórum í góða og djúpa slökun og svo var haldið áfram með fundinn:-) Að því loknu kom afródanskennari og trommuleikari til okkar og við dönsuðum og hlógum okkur vitlausar í klukkutíma:-)
Að þessari skemmtun lokinni var haldið niður í Ármúla og farið í spa, heita og kaldapottinn og gufu:-)
Fengum okkur síðan að borða og að lokum var haldið heim til Heiðar í fínasta partý, var komin heim um miðnætti eftir langan, skemmtilegan og notalega dag:-)
Jói minn varð 35 ára þann 7. maí:-)
Ég, Jói, Lára, Gunni og Birgir fórum út að borða á Hereford á Laugaveginum, fengum fínustu nautasteik og meðlæti:-)
Gunnar kom í næturgistingu 13. maí og daginn eftir fórum við í skemmtigarðinn í Smáralind.
Við fórum þar í 7D bíó, skrýtin og skemmtileg upplifun sem ég mæli með að þið kíkið á:-)
Seinna um kvöldið fórum ég, Gunni og Jói á myndina King Arthur, flott ræma sem ég mæli með....
Á sunnudeginum var svo komið að vortónleikum Mosfellskórsins:-)
Við mættum í Seljakirkju um 6 leytið, tókum æfingu án kórstjórans sem var á leiðinni í rútu frá Ísafirði:-)
En það gekk nú allt saman, þar sem einn úr hljómsveitinni stjórnaði æfingum:-)
Vilberg kórstjóri kom svo rétt fyrir tónleikana sem voru kl. 20:30 og gengu þeir vel.
Jói og Gunni komu á tónleikana og þótti mér vænt um að þeir skyldu komast:-)
Svo var komið að kórferðalaginu til Vestmannaeyja föstudaginn 19. maí:-)
Ég fékk far með einni úr kórnum til Landeyjarhafnar, þar sem hún tók bílinn með yfir..
Við fengum geggjað veður föstudag og laugardag og þetta var fyrsta skiptið mitt til Eyja svo það var smá spenningur að fara þangað:-)
Var búin að fá far fram og til baka og miða í bátinn báðar leiðir...
Við lögðum af stað úr bænum um 10 leytið og vorum komin í höfnina rúmlega 12:40. Hittum fleiri kórfélaga þar sem flestir fóru á sama tíma. Fórum svo í Baldur sem er frekar mikið skrapatól og lögum af stað um 13:40...
Sjóferðin gekk vel, gott veður og mikið stuð, en þegar við áttum eftir c.a. 15 mínútna siglingu þá drapst á bátnum:-)
Við vorum bara á reki og lóðsinn var kallaður út, við hlógum mikið af þessu ævintýri og tókum bara lagið fyrir farþegana:-)
Lóðsinn kom, en fór svo fljótlega aftur án þess að taka okkur í tog og stuttu seinna komst druslan í gang:-)
Komumst loks til Eyja eftir lengri sjóferð en áætlað var:-)
Tékkuðum okkur inn á hótelið og fórum svo í gönguferð um bæinn í sól og sumaryl og fengum okkur að borða á Pizza 67. Eftir matinn fór ég upp á hótel og lagði mig. Hitti svo hópinn um kl. 20:00 og labbaði með þeim upp í Höllina þar sem við fórum á tónleika með Mugison. Þeim lauk um miðnætti og þá fórum við heim að sofa:-)
Daginn eftir vaknaði ég um 9:00, fékk mér morgunmat og hitti svo hópinn fyrir utan þar sem við fórum í rútu í skoðunarferð um eyjuna, gaman að sjá m.a. Herjólfsdal sem er miklu minni en maður heldur og svo keyrðum við líka upp á Stórhöfða sem er mesta rokrassgat á Íslandi en þennan dag var næstum logn þar:-) Fengum æðislegt veður og frábært útsýni..
Eftir klukkutíma rútuferð fórum við á safnið Eldheimar, áhrifamikið safn um eldgosið, sá m.a. hús sem var grafið upp úr hrauninu, myndbönd frá þessum tíma og fleira, mæli með að þið farið í þetta safn ef þið farið til Eyja....
Eftir safnið var haldið heim á hótel og stuttu síðar var haldið í Bæjarleikhúsið þar sem var æfing og svo haldnir ókeypis tónleikar fyrir heimamenn. Það gekk allt í lagi, en húsnæðið var lítið og erfitt að syngja þar, en þetta slapp til:-)
Að tónleikum loknum fórum við aftur á hótelið til að skipta um föt og svo var farið út að borða á Einsa Kalda.
Við vorum með hótelið út af fyrir okkur og eftir matinn var farið þangað, fengum að vera í matsalnum og djammað, dansað, hlegið, sungið og spjallað fram eftir nóttu:-)
Ég fór upp á herbergi um tvöleitið, ánægð og þreytt eftir skemmtilega, fræðandi og flottan dag í góðra vina hópi:-)
Morguninn eftir var komin smá vindur, veðurspáin var verri en daginn áður og spurning um hvernig ferðirnar með Baldri gengu þann daginn, áttum far um tvöleytið..
Ég ákvað að taka engan séns á að verða veðurteppt, svo ég keypti mér flugfar í bæinn;-)
Fékk mér morgunmat, pakkaði saman, fékk far upp á flugvöll og flug í lítilli rellu í c.a. 25 mínútur í hádeginu í ágætis veðri.
Það var líka gaman að sjá Eyjar úr lofti svo ég upplífði margt þessa helgi:-)
Var komin í bæinn rúmlega 13:00...
Þetta var vel heppnuð ferð sem ég er fegin að hafa farið í:-)
Síðastliðin miðvikudagskvöld fórum við Heiður vinkona út að borða og svo á stelpugrínmynd:-)
Í gærkvöldi fór ég að sjá nýjustu Jack Sparrow myndina, ágætis afþreying, en frekar léleg;-)
Já, það hefur verið mikið um að vera undanfarinn mánuð, en nú er aftur að róast, kórinn komin í frí og styttist í sumarfríið:-)
Framundan í júní er m.a. klipping, saumaklúbbshittingur, Kvennahlaupið og vinnustaðarpartý:-)
Nóg í bili...
Sandra