eitt og annað
Vil byrja á að segja að ég er orðin móðursystir:-)
Sif eignaðist litla dömu þann 18. okt 2016 sem fékk nafnið Alexandra og Katla eignaðist tvo drengi þann 4. nóv 2016 sem fengu nöfnin Christian og Fredrik:-)
Gunnar og Birgir komu í heimsókn 15. október og voru hressir og glaðir eins og venjulega:-) setti inn nokkrar myndir af þeim bræðrum á myndasíðuna...
Seinna það kvöld fór ég svo í vidjógláp hjá Heiði vinkonu...
Mánudaginn 24. október(kvennafrídagurinn) fórum við nokkrar úr vinnunni um kl 14:40 og skunduðum á Austurvöll ásamt þúsundum kvenna á flottan og góðan samstöðufund:-)
Föstudaginn 28.okt fórum við Blásalapæjurnar eftir vinnu á Happy hour og út að borða á veitingastaðnum VOX á Suðurlandsbraut, fínasta kvöldstund í góðra vina hópi:-)
Gunnar kom í heimsókn og gistingu 18. nóvember.. Hann var svo duglegur við heimalærdóminn, skrifaði stafi og teiknaði myndir og las nokkrar blaðsíður í lestrarbókinni:-)
Laugardaginn 19. nóv fór ég með vinkonum mínum á jólahlaðborð í Perlunni, við hittumst um fimmleytið á Happy hour á Hótel Hilton á Suðurlandsbraut sem er snilldarstaður því þar er líka hægt að fá góða, ódýra óáfenga kokteila, áttum góða stund þar og fórum svo í Perluna um sjöleytið:-)
Þar fengum við fullt af ljúffengum mat, forrétti, aðalrétti og eftirrétti, ég veit ekki hvað voru margar tegundir í boði...
Sátum þar til rúmlega 23:00 í góðum gír, hlógum, tókum myndir, borðum og grínuðumst í miklu stuði:-)
En þetta var nú síðasti séns til að borða í Perlunni því það á að loka þessum flotta og vinsæla veitingastað um áramótin;-(
Jói og Birgir komu í heimsókn í gærkvöldi:-)
Birgir er orðin svo duglegur að standa sjálfur og ganga nokkur skref og bara kátur og ánægður með það:-) ég setti inn nokkrar myndir frá kvöldinu á myndasíðuna:-)
Nú er leynivinavika í vinnunni sem endar svo með jólahlaðborði í skólanum á föstudagskvöldið, góður matur, pakkar, leikir og grín eins og venjulega:-)
læt þetta nægja í bili, eigið góða daga og njótið aðventunnar....