Afmæli
já ég er víst 40 ára í dag:-)
er búin að fá margar góðar gjafir frá fjölskyldu og vinum; farsíma, miða á tónleika með hljómsveitinni Muse, gjafakort í nudd, uppfærslu í tölvuna, peninga, blóm og köku:-)
Ætla að taka því rólega í dag og fer svo út að borða í kvöld með Jóa og Gunna;-)
Hef haft ýmislegt fyrir stafni síðan ég byrjaði í sumarfríi föstudaginn 1. júli...
Þá um kvöldið var matarboð hér heima og fullt hús af fólki. Jói, Lára, Gunnar og Birgir, Viffi, Frida, Nora og Elva, Valli, ég og Gunni, samtals 11 manns og mikið líf og fjör:-)
Morguninn eftir náði Heiður vinkona í mig og við fórum í sumarbústað ásamt Helgu og Elsu. Við stoppuðum á leiðinni, komum við í búð og bakaríi og fórum í piknikk:-)
Áttum góða stund í bústaðunum, grilluðum, drukkum smá söngvatn, spiluðum spil, fórum í heita pottinn og gufuna, útbjuggum brunch og héldum upp á afmælið mitt með köku og kaffi, fórum svo til baka á sunnudeginum:-)
Á þriðjudaginn hitti ég Elínu og Þórunni vinkonur mínar, við fórum í smá gönguferð um Breiðholtið og rifjuðum upp gamla staði sem við fórum oft á þegar við vorum litlar, fundum meira að segja aftur gamla stríðsbyrgið sem er í Elliðaárdalnum:-)
Hitti Elínu og dætur hennar aftur á miðvikudeginum, sótti þær um níuleytið um morguninn, við fórum í Nauthólsvík og vorum þar í frábæru veðri, fórum svo í Hagkaup, keyrðum þaðan á pizzastað á Suðurlandsbraut, fengu okkur að borða og svo keyrði ég þær niður í bæ:-)
Áttum góðan og skemmtilegan dag saman:-)
Á fimmtudaginn var ég að hjálpa múttu við útréttingar og á föstudeginum kíkti ég í ræktina;-)
Fór í vidjókvöld til Heiðar á laugardagskvöldið:-)
Í gær átti ég svo góðan dag með Gyðu, Heiði og Helgu á Kaffi Flóru í yndislegu veðri:-)
Hef líka gert ýmilegslegt annað, s.s. læknaheimsóknir, göngu-og sundferðir, tiltekt og fleira....
Já, það er ljúft að vera í sumarfríi, geta sofið út, átt tíma fyrir sjálfan sig og aðra, farið í sólbað, sund og gönguferðir, farið til lækna, dyttað að bílnum, kíkt í búðir og heimsóknir og margt fleira:-)
Læt þetta nægja í bili...
eigið góða daga og njótið lífsins..
kv. Sandra gamla:-))