Sunday, November 11, 2012

það er margt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast, einkum var júlí viðburðaríkur þetta árið:-)
ég seldi gamla góða bílinn minn og keypti mér nýrri bíl auðvitað aðra Toyotu;-)
 
ég fór í ristilspeglun um miðjan júlí, það gekk allt saman vel og ekkert athugavert fannst ;-)
Ég hélt upp á afmælið mitt í sumarbústað með vinkonum mínum, það var mikið hlegið, grínast, borðað, dansað, talað, horft á vídjó, farið í heita pottinn og gönguferð, fengum heitt súkkulaði og köku, grilluðum banana með súkkulaði og margt fleira, indæl og skemmmtilegt afmælishelgi sem fer í minningabankann:-)

nú svo fór ég líka í laseraðgerð á augunum í júlí:-) Aðgerðin gekk vonum framar, engar aukaverkanir komu fram, sjónin er góð og það er þvílíkur munur að losna við gleraugun  í leik og starfi og daglega lífinu:-)

ég hef líka gert margt fleira í sumar og haust,  tók þátt í 10. km maraþoninu í ágúst og það var mikill munur að hlaupa gleraugnalaus:-)
Gunnar Aðalsteinn tók líka þátt í Latabæjarhlaupinu sama dag og við fengum mynd af okkur saman daginn þegar hann kom í heimsókn daginn eftir...













Ég hef farið í heimsóknir og fengið heimsóknir t.d. komu Haddi, Helga og Sif systir í heimsókn í sumar,


 ég hitti vinkonur mínar sem kenndu með mér í Víkurskóla og börn þeirra í júlí, fór á kyrjanir, á fundi,  í bíó, í afmæli, í leikfimi, út að skokka, gekk stundum á Úlfarsfell sem mér finnst æðislegt, fór á kaffihús og saumó  og ýmislegt fleira:-)

Gunnar Aðalsteinn kom í pössun og gistingu síðustu helgina í september og við fórum saman í skemmtilega fjöruferð, byggðum sandkastala, teiknuðum í sandinn, hentum steinum í sjóinn og týndum kuðunga og skeljar;-)














Svo hefur líka verið mikið um að vera innan og utan vinnunar, t.d. fékk leikskólinn Grænfánann föstudaginn 2. nóv 2012 eftir mikla undirbúningsvinnu, flokkun og fræðslu og var það mikil hátíð hjá okkur:-)
Sama kvöld var  fjörugt vinnustaðapartý, mikið hlegið, spilað, talað og borðað;-)
Á sunnudagskvöldinu  fórum við fjölskyldan saman í bíó, á Skyfall, James Bond, flott og spennandi mynd sem ég mæli með...

í gærkvöldi var fór ég svo á stelpudjamm, hittumst heima hjá einni, fengum okkur söngvatn, snakk og nammi, töluðum lengi og hlógum, og fórum svo í stuði að dansa niðri í bæ:-)

Jamm svona gengur nú lífið fyrir sig, vinna, leikur, góð heilsa, veikindi, vetur,  rútína og óvænt atvik, gleði og sorg, myrkur og ljós, hlátur og grátur og allt þar á milli:-)

læt þetta nægja í bili, óska ykkur hamingju, gleði og góðrar heilsu, farið vel með ykkur í rokinu, snjónum, kuldanum og myrkrinu og verið góð hvert við annað...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um bjartsýni og gleði:

5.nóvember 
Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi.  Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við stöðugt að geta beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama.  Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda