síðustu
dagar hafa verið óvenjulega annasamir hjá mér, langt síðan ég hef átt svona buzy viku:-)
Byrjum á fimmtudeginum 3. maí sem var langur og viðburðaríkur.
Ég mætti í vinnu kl. 09:00 og vann til 17:00.
Þá tók við undirbúningur fyrir kvennakvöld Blásala sem var liður í fjáröflun fyrir Svíþjóðarferðina.
Gestirnir streymdu svo í hús um kl. 19:00 og var dagskrá, matur, happdrætti, kynningar, söngur, spjall og almenn gleði í húsinu til að verða 22:00.
Þá átti eftir að taka aðeins til og kom ég heim um kl 22:30 eftir langan og skemmtilegan dag og vel heppnað kvennakvöld:-)
Helgin 4-6 maí var róleg (bíóferð, heimsóknir, búðarráp og leikfimi), en svo tóku við fjölbreyttir, langir, skemmtilegir og viðburðaríkir dagar:-)
Mánudaginn 7. maí átti Jói minn þrítugsafmæli og var haldið upp á það í faðmi fjölskyldu og vina:-)
Eftir vinnu dreif ég mig heim, fór í sturtu, skipti um föt og náði í mömmu í leiðinni.
Við fórum út að borða á Roadhouse 10 manna hópur, fengum gott að borða og svo var haldið í Hæðargarðinn þar sem tók við kökuát, kaffidrykkja, fleiri gestir og pakkaopnun..
myndir frá afmælinu má sjá á myndasíðunni;-)
Á þriðjudaginn fór ég í vinnuna og um kvöldið á búddistafund..
Miðvikudagskvöldið fór í stórbakstur, gulrótarkaka og muffinsframleiðsla:-)
Ég var í raun að baka fyrir 2 tilefni, þ.e. saumaklúbb sem var haldinn kvöldið eftir og fyrir vinnuna á föstudagsmorgun þar sem deildin mín var með veitingar fyrir starfsfólkið þennan mánuð (deildarnar skiptast á að koma með veitingar mánaðarlega).
Svo langaði mig í möffins þetta kvöld þar sem ég var hvort sem er að baka svo ég henti í eina uppskrift fyrir okkur heimilsfólkið:-)
Fimmtudagur: vinna til 17:00, brunað heim, kríublundur, sturta og svo saumaklúbbur hjá fyrrverandi og nokkrum núverandi samstarfskonum í Blásölum.
Skemmtilegur hittingur og samverustund, mikið hlegið, borðað, rifjað upp ýmislegt innan og utan vinnustaðar, m.a. úr óvissuferðum, teknar myndir, sagt frá nýjum vinnustöðum og margt fleira:-)
Leti og afslöppun einkenndi helgina enda veitti ekki af eftir langa og fjölbreytta viku:-)
Framundan: vakna snemma í fyrramálið og mæta klukkutíma fyrr í vinnuna til að selja foreldrum gómsæta kanilsnúða og fleira, síðasta fjáröflunin fyrir ferðasjóðinn...
Frí á fimmtudaginn, kíki væntanlega í heimsókn til mömmu og jafnvel bíóferð um kvöldið...
Stelpukvöld á laugardaginn.
Sumarfrí á mánudaginn sem verður þó ekkert frí, heldur er nóg planað þann dag, tvær læknaheimsóknir, bílskoðun, kaupa gjaldeyri og kannski eitthvað fleira...
Búddistafundur á þriðjudagskvöldið, klipping á fimmtudaginn eftir vinnu...
Aðfaranótt laugardagsins 26. maí, farin til Stokkhólms í námsferð:-)
Kem heim miðvikudaginn 30 maí:-)
Jamm, svona gengur þetta nú fyrir sig:-)
Óska ykkur góðra daga, hamingju, góðrar heilsu og sigurs á öllum sviðum lífs ykkar:-)
vil enda á búddískri leiðsögn eftir formann bresku SGI samtakanna.
P.S. Daisaku Ikeda er stundum kallaður Sensei:-)
Þegar Sensei talar um „fólk", þá er hann að tala um okkur öll.
Við höfum ótrúlega hæfileika til að breyta heiminum.
Leiðsögn Sensei er ekki fræðileg heldur fjallar hún um raunverulegt fólk.
Um raunveruleikann. Finnið út hver er tilgangur lífsins.
Ekki sóa tímanum. Takið ákvörðun núna.
Leysið öll vandamál sem valda ykkur þjáningum.
Leysið þau núna. Peningavandamál, sambandsvandamál, heilsuvandamál o. s. frv.
Ekki vera „plöntur" sem bara „eru". Lifið lífinu.
Ef þið getið sagt á kvöldin: „En frábær dagur. Ég hlakka til morgundagsins", þá eruð þið lifandi. Ekki bíða! Framkvæmið núna!
Takið ákvörðun fyrir framtíðina, gerið langtímaásetninga, jafnvel þótt þið sjáið ekki fyrir ykkur hvernig þeir muni rætast.
Ekki bíða. Núna er rétti tíminn!
Ricky Baynes, formaður SGI-UK
(Þýtt úr kynningarbæklingi bresku samtakanna:
(SGI-UK Soka Gakkai International - United Kingdom)