Þessi
helgi snerist að miklu leyti um hlustun, samveru, stuðning, ráðleggingar, samtöl og leiðbeiningar:-)
Ég hlustaði og það var hlustað á mig, ég talaði við fólk í síma og á staðnum, ýmist undir fjögur augu eða í hóp, gaf og þáði ráð og leiðbeiningar.
Þetta voru einstaklingar úr vinahópnum, fjölskyldunni, vinnunni og búddistasamtökunum.
Það var margt sem var rætt um, s.s. samskipti, fortíð, hreyfingu, heilsu, bíla, húsnæði, skipulag, framtíð, samvinnu, öryggi, umhyggju, óánægju, tilfinningar, veikindi, sigra, markmið, hugarfar, einingu, draumar, ferðalög, skemmtanir, börn, framkomu, breytingar, fundi, atvinnu, ábyrgð og almennt um lífið og tilveruna:-)
Jamm svona gengur þetta, það er gleði og sorg, hlátur og grátur, stuðningur og tillitsleysi, vinátta og ókunnugleiki, eining og sundurlyndi, hindranir og sigrar:-)
En ég gerði fleira um helgina...
Á föstudaginn var starfsdagur í vinnunni sem gekk vel og seinnipartinn var farið í óvissuferð með vinnufélögum:-)
Við hittumst hjá Kríunesi(sem er í Vatnsendahverfinu) um kl 18:00 og gengum af stað, fórum í þrautir og spurningakeppni og komum við í hesthúsi sem ein úr hópnum á.
Þar fengum við flatkökur og nammi og sumar fóru á bak og létu taka af sér mynd:-)
Síðan héldum við áfram gönguferðinni sem tók um klukkutíma og enduðum heima hjá skólastjóranum sem býr í Vatnsendahverfi. Þar fengum við okkur að borða, spjölluðum, hlógum saman og fífluðumst:-)
Um kl 22:00 kom leynigestur kvöldsins sem var Sigríður Klingenberg hin eina sanna:-)
Hún var með spil og steina sem hún lét okkur draga, las úr bókinni sinni, spáði fyrir okkur, hreinsaði áruna, útskýrði spilin og steinana, sagði ýmislegt jákvætt, fallegt, alvarlegt, búddískt, hvetjandi og fyndið um lífið og tilveruna, djókaði og fíflaðist og þjappaði hópnum saman:-)
Það var mikið flissað, hlegið, hugsað, hlustað og fleira og þetta var gott, fjölbreytt, skemmtilegt, fallegt og hressandi kvöld:-)
Á laugardagsmorgninum var komið að Kvennahlaupinu;-)
Ég vaknaði um 9:30 (hlaupið var kl. 11:00), fékk mér kaffi og skyr, fór í sturtu, fór í hlaupafötin og kvennahlaupsbolinn, setti ipodinn í vasann, reimaði á mig skóna, keyrði niður að Hótel Laxness sem ég lagði bílinn og skokkaði niður að Varmárlaug þar sem hlaupið fór fram.
Þar var fullt af hressum konum á öllum aldri sem voru tilbúnar í hlaupið og ég hitti tvær úr vinnunni sem ég æfði með sniglaskokk í fyrrasumar:-)
Nú svo fór þetta allt af stað og ég var ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætlaði að hlaupa langt, þar sem ég hef ekki verið dugleg að æfa mig í vetur, en ég ætlaði þó að fara 5 km.
Ég hef bara farið 3 km í kvennahlaupinu síðastliðin 2 ár..
En þegar kom að vegamótum 5 km/7 km þá ákvað ég að fara 7 km þar sem ég var í stuði og ágætis formi:-)
Ég var mjög sátt þegar ég kom í mark og fékk medalíuna, já, ég náði að taka góðan endasprett í mark:-)
bæði með að hafa farið 7 km en ekki síður með tímann, þar sem ég fór þetta á 64-65 mínútum:-)
Ég lagðist marflöt í grasið, fékk mér að drekka, lokaði augunum og slakaði aðeins á, þreytt, sveitt og ánægð með mig:-)
Síðan fór ég heim, skellti mér í sturtu, fékk mér að borða og svo kom vinkona mín í kaffisopa og spjall:-)
Um kvöldið horfði ég á myndina King's speech, mæli með henni, mjög góð mynd..
Í morgun fór ég á flott Kosen-rufu gongyo, þar sem var kyrjun, reynsla, leiðsögn hvatning, tónlistaratriði, spjall og kaffi:-)
Að því loknu fór ég aðeins í búð og fór svo heim, lá leti, hékk í tölvunni, talaði í símann og lagði mig:-)
Jamm, þetta var fjölbreytt, krefjandi, falleg, skemmtileg, erfið, viðburðarrík, skondin, frábær, jákvæð og góð helgi:-)
Vil óska öllum sjómönnum til hamingju með daginn:-)
Vona að þið eigið góða, jákvæða og frábæra daga framundan og munið að þið getið allt sem þið viljið og dreymið um, það þarf bara að trúa á sjálfan sig og aðra:-)
Kveð í bili, sendi jákvæða orku og risaknús út í heiminn:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó...
Sandra búddisti, sniglaskokkari, dóttir, vinkona, systir, kennari og margt fleira:-)
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um markmið og sigur.
20.september
Þegar markmið þín breytast þá mun allt annað byrja að stefna í þá átt sem þú þráir. Á þeirri stundu sem þú ákveður að vera sigurvegari, mun hver taug og fruma í líkama þínum taka stefnuna í átt að velgengni þinni. Á hinn bóginn ef þú hugsar “þetta á aldrei eftir að ganga upp,” þá munu á þeirri stundu allar frumur líkama þíns gefast upp og taka stefnuna niður á við.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda.