Saturday, January 08, 2022

Jói

 Gunnar og Birgir komu í heimsókn 30.des,  við áttum kózýkvöld, bíómynd og nammiát..

Jói kom í mat á gamlárskvöld og fór svo til vina sinna.  

Það fór ekki vel þegar flugeldalætin byrjuðu á gamlárskvöld þar sem grasið á Suður og Suðvesturlandi var skraufaþurrt,  það var smá vindur og þurrviðri og því var slökkviliðið fram á nýjársmorgun að slökkva stóra og litla gróðurelda og sinur sem kveiknuðu vegna neista frá flugeldum og einnig vegna óleyfilegra brenna. Við sáum litla sinu hér úti á horni rétt áður en skaupið byrjaði en slökkviðliðið var fljótt á staðinn og tók stuttan tíma að slökkva í henni..

 Þetta ástand endaði með því að upp úr miðnætti  komu tilmæli á fréttamiðlum þar sem slökkviliðið bað fólk um að hætta að skjóta upp flugeldum og urðu flestir við þeim skilaboðum því skothríðin hætti fljótlega eftir það..

Frá 24. des hafa um samtals 1000-1500 smit greinst daglega (innanlands og landamæri) og í þessu ástandi byrjaði skólastarfið aftur eftir jólafrí. Þann 4. jan var starfsdagur á öllum skólastigum, tónlistarskólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðum til að skipuleggja starfið og nemendur mættu svo daginn eftir.

Það eru ekki eins miklar takmarkanir í skólastarfinu núna eins og maður hefði búist við í þessu ástandi. Það á að halda úti kennslu í öllum námsgreinum á öllum skólastigum, starfsfólk og nemendur mega fara á milli svæða, hópa og aldursstiga og yngsta og miðstig má vera saman úti í frímó.. Það mega 50 börn vera saman í rými og 20 fullorðnir. Við hólfuðum niður matsalinn og reynum að hafa nemendur sem mest í sínum stofum og sætum.

Nýliðin vika gekk nokkuð vel og við náðum að mestu leyti að halda stundarskrá. Það vantaði um 90-100 nemendur vegna ýmissa ástæðna og um 10-20 starfsmenn. Þar af eru 3-4 starfsmenn með covid, einhverjir eru í sóttkví, í útlöndum, í leyfi og svo eru margskonar aðrar pestir að ganga. 

Byrjað verður að bólusetja 5-11 ára gömul börn í næstu viku, einhverjir starfsmenn eru þríbólusettir en það er stór hluti skóla- og frístundastarfsfólks tvíbólusettur því ekki er liðnir 5-6 mánuður frá  síðustu örvunarbólusetningu, en það verður núna í jan eða feb sem við getum fengið þriðju sprautuna. 

Nú eru um 20000 manns á landinu ýmist í sóttkví eða einangrun og það er farið að hafa áhrif á samfélagið. Reglum var breytt í gær þannig að þríbólusettir sleppa við sóttkví með ákveðnum skilyrðum og nýjar takmarkanir verða kynntar eftir helgina. Búast má við hertu eða óbreyttu ástandi en ekki er reiknað með afléttingum. 

Við bíðum með að byrja æfingar í kórnum þar til ástandið skánar, byrjum í fyrsta lagi 18. jan.. 

Jamm svona er nú staðan á Fróni á nýju ári...

Eigið góða viku og farið vel með ykkur..