já
nú er Birgir okkar orðin stór skólastrákur, byrjaður í 1. bekk og það gengur bara vel hjá honum:-)
Ég er í 2. bekk og fylgi því áfram börnunum og kennurunum sem ég vann með í fyrravetur, gaman að því:-)
Í september voru "covidreglurnar" aðeins rýmkaðar þannig að nú mega 500 manns koma saman, það voru gerðar breytingar á sóttkví og skimun, einkum í sambandi við skólastarf og grímuskylda er afnumin á flestum stöðum, nema þar sem þjónusta er veitt í nálægð (s.s., klipping, læknar, nudd,) og ég þarf ekki að vera með grímu í skólanum:-)
Undanfarnar vikur hafa verið að greinast 20-50 smit á dag og þeir sem smitast helst þessa dagana eru börn á aldrinum 4-12 ára.. Það kom t.d. upp stórt hópsmit fyrir norðan um daginn sem enn er verið að vinna úr..
En nú er félagslífið hjá mér aðeins að lifna við :-)
Kórinn er byrjaður að hittast og æfa saman aftur eftir langt hlé og það er gaman að mæta loksins aftur á æfingar:-)
Í gærkvöldi fórum við Gunni á bíómyndina DUNE, flott mynd sem ég mæli með:-)
Í næstu viku ætla ég að kíkja á pizzu- og keilukvöld með kórnum, í þarnæstu viku fer ég með vinkonu minni á nýjustu James Bond myndina og í byrjun nóvember fer ég með mömmu á nýtt íslenskt grínleikrit í Borgarleikhúsinu:-)
Jamm svona er nú lífið í sveitinni.
Eigið góða viku og farið vel með ykkur:-)
<< Home