sumarfrí
Ég hef m.a. annars farið í helgarferð í bústað, kíkt með mömmu á kaffihús, farið með vinkonu minni út að borða og í bíó, farið með bílinn í skoðun, farið í klippingu, gönguferðir og búðarráp.
Strákarnir hafa verið með okkur Mosóbúum í nokkra daga í heimsókn og gistingu og fórum við m.a. í minigolf í Skemmtigarðinum í Grafarvogi, kíktum í sund, spiluðum borðspil, höfðum kózýkvöld og Gunnar var svo duglegur að elda hamborgara fyrir okkur😀.
Birkir gisti í fyrsta skipti einn hjá okkur um daginn, hann er svo duglegur og flottur drengur og á 6 ára afmæli í dag😘
Gunnar fór á stórt og fjölmennt fótboltamót á Akureyri um mánaðarmótin ásamt pabba sínum. Gunnar spilar með Víking og var bæði markmaður og sóknarmaður og var svo góður í marki að hann varði mörg víti í úrslitaleiknum og þeir unnu mótið, voru í 1 sæti og urðu meistarar, glæsilegur árangur hjá þeim😎
26. júní var öllum takmörkunum aflétt innanlands og hefur almenningur verið eins og kálfarnir sem er hleypt úr fjósinu á vorin frelsinu fegnir:-)
Ég kíkti í stórafmæli hjá fyrrverandi samstarfskonu minni þriðjudaginn 13. júlí. Þetta var garðpartý, fullt af fólki, mikið af fyrrverandi og núverandi vinnufélögum, við sungum lag fyrir hana og svo voru fleiri atriði og spjall og gleði, snittur og drykkir..
Ég átti afmæli síðastliðinn miðvikudag og átti góða samverustund með Gunna og Birgi😃Við fórum í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn, fengum okkur kaffi, köku og ís, gengum um garðinn í mikilli rigningu og fylgdumst með Birgi skemmta sér vel í tækjunum..
Jamm svona er nú lífið í sveitinni...
Sandra í sumarfríi..
<< Home