Þá
er breska afbirgðið komið til landsins;-(
Það er meira smitandi og leggst verr á börn og ungmenni og eru flestir sem hafa greinst undanfarna daga börn á aldrinum 6-20 ára en einnig hefur fólk á öllum aldri greinst með veiruna.
Í gær voru reglur hertar til muna innanlands; samkomutakmarkanir miðast við 10 manns og eru börn fædd fyrir 2015 talin með í fjölda- og nálægðartakmörkunum að þessu sinni.
Frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, tónlistaskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum var lokað og er það í fyrsta skipti í faraldrinum sem grunnskólum er lokað svo við fórum í páskafrí tveim dögum á undan áætlun..
Leikskólar eru opnir en það er mikil óánægja með þá ákvörðun hjá starfsfólki leikskóla..
Sundlaugum, heilsu og líkamsræktarstöðvum var lokað ásamt leikhúsum og bíóhúsum, börum, skemmtistöðum, spilasölum, Húsadýra og fjölskyldugarðinum og öku og flugkennsluskólum.
Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.
Lyfja- og matvöruverslanir mega taka á móti 100 viðskiptavinum að hámarki svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum. Einnig er heimilt að hafa allt að 20 starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir í verslunum að því gefnu að hægt sé að viðhalda 2 metra á milli einstaklinga.
Aðrar verslanir mega taka á móti 50 viðskiptavinum að hámarki svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum. Einnig er heimilt að hafa allt að 20 starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir í verslunum að því gefnu að hægt sé að viðhalda 2 metra á milli einstaklinga.
Við athafnir trú- og lífskoðunarfélaga mega allt að 30 einstaklingar vera viðstaddir, en í erfidrykkjum, fermingarveislum og sambærilegum viðburðum gildir hefðbundin fjöldatakmörkun, 10 einstaklingar í rými.
Læknaþjónusta, tannlæknastofur, nuddstofur, hágreiðslu og snyrtistofur eru opnar sem betur fer..
Þessar takmarkanir gilda til 15 apríl og er óvíst hvernig skólastarf verður eftir páska, hvort börnin fá að koma í skólann eða hvort eingöngu verði kennt í fjarnámi, það kemur í ljós síðar..
Landspítalinn er komin á hættustig og á landamærunum hefur reglum verið breytt þannig að nú þurfa börn að fara í sýnatöku við komuna, fara í 5 daga sóttkví og svo í seinni skimun eins og fullorðnir.
Það liggur súrálsskip við bryggju á Reyðarfirði sem var að koma frá Brasilíu og er meirihluti skipverja þar með brasilíska afbrigðið sem er líka stórhættulegt, en sem betur fer tókst að einangra þetta skip strax svo ekki hefur borist smit úr því inn í samfélagið ennþá og vonandi sleppum við alveg við það...
Nýjustu tölur:
Í sóttkví eru 1279 manns, 95 eru í einangrun, 869 eru í skimunarsóttkví(fólk sem kemur frá útlöndum og fer í 5 daga sóttkví), 0 á sjúkrahúsi, 6 manns greindust í gær þar af 1 utan sóttkvíar og 20733 manns hafa fengið bólusetningu.
Í ljósi ástandsins hefur kórinn minn ákveðið að taka hlé frá æfingum(líka Zoomæfingum) fram á haust og svo sjáum við til eftir sumarið..
Jamm, þetta er ekki skemmtilegt, en við þraukum aðeins lengur...
Hafið það gott og gleðilega páska:-)
<< Home