Jamm
héldum upp á áramótin í Ásgarðinum með Jóa, Katrínu og strákunum, fengum flotta Wellingtonsteik og meðlæti, horfðum á skaupið og skutum upp nokkrum flugeldum:-)
Reglur um skólastarf voru rýmkaðar eftir áramót svo nú mega nemendur og starfsfólk fara á milli rýma, börn í 1.-7. bekk eru saman í frímó, allir fara í mat og einhverjar nemendaferðir eru leyfðar...
Ennþá er grímuskylda og 20 manna samkomutakmarkanir hjá fullorðnum, gestakomur í skólann eru takmarkaðar, allir eiga að spritta hendurnar, það er sótthreinsað á milli hópa og flestallir fundir og viðtöl eru í gegnum tölvuna..
Þessar reglur í skólastarfi gilda til 28. febrúar..
Innanlandssmitum hefur fækkað mjög mikið og undanfarnar vikur hafa greinst 0-2 smit á dag..
Bólusetningar eru hafnar, reglur á landamærum hafa verið hertar og búið er að létta aðeins á takmörkunum innanlands; sundstaðir, líkamsræktarstöðvar, veitingahús, barir, leikhús og bíóhús mega hafa opið með ákveðnum skilyrðum. Einnig eru íþróttakeppnir og æfingar leyfðar með takmörkunum hjá börnum og fullorðum..
Ég er samt ennþá í kúlunni minni, fer á kóræfingar í tölvunni og fer hvorki í sund, leikfimi, bíó eða út að borða, hef bara ekki áhuga á því eins og er:-)
Fór til vinkonu minnar um daginn, við áttum góða samverustund, kjöftuðum og horfum á vidjómynd..
Hef líka farið aðeins í búðarráp í Costco, Kringlunni og Rúmfó og í klippingu...
Gunnar varð 11. ára þann 11. febrúar 2021:- )
og var haldið upp á afmælið í Ásgarðinum 10. feb með pizzuveislu og stórri súkkulaðiköku.. Þar voru samankomin; Jói, Katrín, Gunnar, Birgir, ég, Gunni, mamma, Björn, Heiða, Alexander og Ársól..
Já, svona er nú staðan í sveitinni, er núna í löngu helgarfríi og tek því rólega:-)
<< Home