jæja
þá er fyrsti skammturinn af bóluefni kominn til landsins nákvæmlega 10 mánuðum upp á dag eftir að fyrsta smitið greindist hér á landi. Það eru góðar fréttir og vonandi virkar þetta bóluefni:-)
Það hafa verið um 20 smit í heildina yfir jóladagana, bæði innanlands og á landamærunum, en meirihlutinn hefur verið í sóttkví við greiningu..
Ég sótti Gunnar til pabba síns 22. des, við komum við í sjoppunni og keyptum smávegis nammi og fórum svo í Mosó þar sem hann gisti hjá okkur:-)
Ég skutlaði honum svo aftur til pabba síns um kaffileytið á Þorláksmessu.
Aðfangadagur var rólegur, vorum tvö í kotinu, fórum í búðina og keyptum í matinn, fengum okkur lambahrygg og meðlæti um kvöldið, ég opnaði nokkra pakka og svo tók við sjónvarpsgláp:-)
Á jóladag komu mamma, Jói, Katrín, Gunnar og Birgir um kl. 17:30. Við borðuðum hamborgarahrygg og meðlæti, svo tók við spenningur og pakkastuð og leikur með dótið, settar saman bílabrautir og kubbað og teiknað:-)
Mamma, Jói og Katrín fóru um 21:30 en prinsarnir vildu gista hjá okkur:-)
Jói kom um kaffileytið daginn eftir og sótti þá..+
Ég fékk fullt af fínum gjöfum: handklæði, dúk, servéttur, kaffi, konfekt, kjöt, gjafabréf í leikhús og Kringluna, bækur, krem, sápu, kaffibolla, snyrtivörur, húfu, pening og innrammaða mynd af frændum mínum í Noregi, kærar þakkir:-)
Veðrið síðustu daga hefur verið frekar leiðinlegt.
Á aðfangadag var grenjandi rigning og rok, á jóladag var mikill vindur og snjókoma, á annan í jólum var komin dálitill snjór, lítill vindur, frost og smá snjókoma og í gær hlýnaði þannig að eitthvað af snjónum fór og það var mikill vindur en úrkomulítið og í dag hefur kólnað og smá vindur..
Jamm svona er nú staðan á Fróni þessi jólin:-)
Læt þetta duga í bili, óska ykkur góðra daga og vona að nýja árið verði ykkur gott og farsælt..
<< Home