Monday, October 26, 2020

Eitt og annað

 Í dag eru 25 ár síðan stóra og mannskæða snjóflóðið féll á Flateyri þar sem gífurlegt eignartjón varð og 20 manns dóu, blessuð sé minning þeirra.💟

Strákarnir gistu hér þarsíðasta föstudagskvöld. 

Við fórum svo í göngu- og fjöruferð á Gróttu á Seltjarnarnesi fyrir hádegi á laugardeginum, tíndum skeljar og kuðunga og löbbuðum út að vitanum:-)

 Ég er búin að vera undanfarna daga í vetrarfríi sem endar á morgun, gott að fá smá pásu frá grímunotkun allan daginn og komast í " hálfgerða sóttkví".

Byrjaði fríið á fimmtudaginn á því að fara í flensusprautu og kíkti svo eftir hádegið í Kringluna og var að sjálfsögðu með grímu allan tímann...

Tók því rólega dagana á eftir og var heima í rólegheitum..en á laugardagskvöldið fékk ég hita, magaverk og slappleika sem ég ætla að tengja við sprautuna því ég hef fengið slappleika áður eftir svona sprautu og þar að auki er sagt að bóluefnið sé frekar öflugt þetta árið og virki við fleiri tegundum stofna en áður...

Í gær var ég áfram tuskuleg og þorði ekki öðru en að panta mér tíma í skimun. Fór í hana í morgun og seinnipartinn fékk þá niðurstöðu að ég er sem betur fer ekki með C-19😏

Er ennþá drusluleg og reikna með að vera heima á morgun...

 Fjölskylda mín og vinkonur eru laus úr sóttkví og einangrun sem betur fer..

Það hafa komið upp örfá smit hjá nemendum og starfsfólki í skólanum mínum, en þeir einstaklingar greindust í sóttkví og því höfum við ekki þurft að fara í sóttkví vegna þeirra smita...

Með hertum reglum og tilælum sem settar voru í byrjun oktober og gilda til a.m.k. 3.nóvember til að ná tökum á útbreiðslu veirunnar, hefur samfélagssmitum fækkað jafnt og þétt og ástandið var byrjað að lagast aðeins. 

En 22. október kom upp smit á Landkoti þar sem veikir aldraðir einstaklingar dvelja og hefur það breiðst út hjá viðkvæmasta hópnum bæði innan spítalans og utan, m.a. á önnur hjúkrunar og dvalarheimili fyrir eldri borgara. Samtals hafa um 80 manns, sjúklingar, starfsmenn og aðstandendur veikst í þessu klasasmiti  og sér ekki fyrir endann á því, en ekki hafa greinst smit í samfélaginu ennþá tengd þessu smiti, en það kæmi ekki á óvart að það myndi gerast...

Nú eru um 50 manns á Covid deildinni og á Landspítalanum og af þeim sökum er spítalinn kominn á neyðarstig í fyrsta skipti..og ástandið er mjög slæmt;-(

Í dag eru 2468 manns í sóttkví, 1030 í einangrun, 50 á spítala,  3 á gjörgæslu og 1469 í skimunarsóttkví..

nóg í bili...

Eigið góða viku..