já
starfið í skólanum komið í gang og er næstum eins hjá nemendum eins og það var áður en verkföll og farsóttir tóku yfir lífið..
Aðalbreytingin er að viðburðir, heimsóknir, ferðir, sýningar og útskriftir eru haldnar án foreldra og utanaðkomandi aðila og ekki eru haldin foreldraviðtöl.
Hjá starfsfólkinu er minna um fundi og viðburði, þeir fáu kennarafundir sem haldnir eru fara fram í gengum netið og fólkið skiptist á að fara í kaffi og matartíma og ef það eru margir að fara á sama tíma þá skiptir fólk sér á nokkur svæði.
Starfið gengur sinn vanagang, ég er einkum að aðstoða nemendur í 1, 2 og 3. bekk við allskonar verkefni og athafnir, ýmist í hóp eða einstaklingslega, ásamt því að sinna frímínútnagæslu inni og úti.
Jói bauð okkur í rólegt og gott afmæliskaffiboð þann 6. maí, þar sem ég, mamma, Gunni, Jói, Katrín, Gunnar og Birgir voru samankomin, fínustu veitingar og fínasta samverustund:-)
Ég kíkti til Heiðar vinkonu í pizzu og vidjó kvöld laugardaginn 9. maí, áttum góða samverustund :-)
Fór til tannsa 13. maí og í klippingu í gær..
Settum lit í rót og klipptum helminginn af þessum lubba sem hafði vaxið vel í samkomubanninu:-)
jamm, gaman að þessu:-)
á mánudaginn verða sundlaugarnar opnaðar aftur og 25. maí verða líkamsræktarstöðvar, pöbbar og skemmtistaðir opnaðir ásamt því að 200 manns mega koma saman...
15.júni verða ferðatakmarkanir rýmkaðar og fleiri ferðamenn mega koma til landsins
Nýjustu tölur á covid.is eru eftirfarandi:
1802 eru með staðfest smit, 1782 hafa náð bata, 10 eru í einangrun, 729 eru í sóttkví, 10 eru látnir, 0 eru á sjúkrahúsi og 0 í gjörgæslu, 19.802 hafa lokið sóttkví og 56.219 sýni hafa verið tekin..
Já, vonandi gengur áfram vel að hafa stjórn á veirunni og ástandinu þegar reglur um samkomubönn og ferðatakmarkanir verða rýmkaðar í skrefum og áföngum.
læt þetta nægja í bili...
Hafið það gott um helgina og í komandi viku...
<< Home