Sunday, January 19, 2020

lítið

að frétta af mér, en það hefur verið ýmislegt  um að vera í þjóðfélaginu. Veðrið er búið að vera óstöðugt; snjókoma, rok, rigning, hálka, snjófjúk, blindbylur, stormar, hiti, frost, hláka og logn og hefur það haft áhrif á samgöngur og daglegt líf fólksins.

Vegum hefur verið lokað, flug hefur fallið niður, mikið hefur verið um alvarleg umferðarslys, íbúar hafa einangrast á sínu svæði og það féllu nokkur stór snjófljóð á Flateyri og Súðavík í vikunni. Sem betur fer varð ekki manntjón, en mikið eignatjón varð þegar snjóflóðið ruddist niður að sjó og nokkrir smábátar sukku.

Svo eru blikur á lofti í kjaramálunum, stór hluti vinnandi fólks hefur verið með lausa samninga í tæpt ár og nú er farið að tala um verkfallsaðgerðir,  þ.á. m. í mínu stéttarfélagi svo við verðum bara að bíða og sjá, vona samt að ég þurfi ekki að fara í verkfall, hef engan áhuga á því eftir fyrri reynslu af svoleiðis aðgerðum...

Meðal þeirra sem eru að tala um verkföll eru starfsfólk í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, hjúkrunarheimilum, spítölum og svo eru kennararnir líka með lausa samninga en það hefur ekki heyrst frá þeim núna svo það er óljóst ástandið á þeim bæ....

já, þetta er skrýtið ástand og vonandi rætist vel úr því...

Annars lítið að frétta, rútínan komin í gang, vinna, sofa, fara á kóræfingar, tölvuhangs og sjónvarpsgláp..

Strákarnir komu í heimsókn um daginn, ég kíkti á útsölurnar síðustu helgi og fann mér kjól, peysur og eitthvað fleira, kíkti svo til Heiðar vinkonu í gærkvöldi, pizza, spjall og kvikmyndagláp og  svo er bara í afslöppun í dag:-)

 læt þetta nægja í bili, er að fara að leggjast í sófann og horfa á vídjó...
Sandra lata..