eitt og annað..
Þann 9. sept komu Jói og strákarnir í heimsókn.
Gunnar hélt áfram að skifa söguna sína á tölvuna mína sem hann byrjaði á í haust, flott 5 blaðsíðna saga hjá honum sem kláraðist á endanum:-)
Birgir vildi líka prófa að skrifa á tölvuna svo ég leyfði honum það:-)
Laugardaginn 15. sept fór ég í 50 ára afmæli hjá Magdalenu vinkonu minni sem var að vinna með mér á leikskólanum fyrir nokkrum árum..
Þetta var fínasta veisla sem var haldin í sal í Gerðubergi milli 13:00 og 16:00, matur, spjall, hlátur og dans:-)
Við vorum samtals 6 fyrrverandi samstarfskonur úr leikskólanum í afmælinu, ásamt fullt af öðrum gestum;-)
Átti fínustu kvöldstund með Heiði vinkonu 28. september, horfðum á fynda grínmynd, kjöftuðum og hlógum mikið:-)
Birgir kom hingað í pössun 29. sept og fórum við m.a. út á róló og áttum skemmtilega stund:-)
Föstudaginn 5. okt var starfsdagur í vinnunni. Við unnum að ýmsum verkefnum til 14:00 en þá tók haustferðin við:-)
Rúta kom og sótti okkur í skólann og héldum við sem leið lá upp á Akranes. Skrýtið að fara í gengum göngin án þess að borga:-)
Það var ágætis veður, þurrt en smá vindur og dálítið kalt... Við fórum fyrst að skoða gamla vitann, gaman að koma þangað, gengum upp á eftstu hæð og hlustuðum á hljómburðinn sem er mjög flottur þarna inni:-)
Eftir söng, labb og næringu fórum við aftur í rútuna og þá var frjáls tími; sumir fóru í sund, einhverjir á Langasand, en ég og fleiri fórum í miðbæinn, kíktum í búðir og listagallerý...
Að lokum hittumst við öll á gamla kaupfélaginu sem er veitingastaður. Fengum ágætis kjúlla og meðlæti, og áttum góða stund saman, hlátur, grín og spjall:-)
Fórum svo til baka um hálfníuleytið og ég var komin heim um klukkan 22:00..
Skemmtileg og flott samverustund í góðum félagssskap:-)
Um hádegisbilið daginn eftir fórum við Gunni niður í Ásgarð að passa Birgi á meðan Jói fór með Gunnar á fótboltamót:-)
Að kvöldi 13. okt fór ég með Mosfellskórnum að syngja fyrir Lionsfélaga hér í Mosó. Þeir voru með styrktarkvöld fyrir krabbameinsveik börn og vorum við hluti af skemmtiatriðum kvöldsins, við mættum um níuleytið..
Söngurinn gekk ágætlega og var mikið stuð í salnum:-)
Ég fór ekki strax heim því ég vildi kíkja á dansiballið sem var haldið seinna um kvöldið, það var stuð og fór ég heim um miðnættið, búin að dilla mér dálítið og hafa gaman í góðum félagsskap fleiri kórfélaga og Lionsfélaga:-)
Þennan sama dag fór Gunnar á skákmót og vann annað sætið og fékk bikar að launum, hann er duglegur og flottur drengur:-)
Það er vetrarfrí núna í grunnskólum og frístundamiðstöðvum og því ætlar Gunnar að gista hér í kvöld og vera með okkur á morgun þangað til hann fer til pabba síns seinnipartinn:-)
Jamm svona er nú lífið í sveitinni...
Nóg í bili, eigið góða daga og farið vel með ykkur.:-)
<< Home