Wednesday, July 11, 2018

Rólegheit

í sumarfríinu:-)

Á rigningardögum hefur verið ágætt að glápa á fótboltann og ýmiskonar þætti og bíómyndir:-)

Hef líka farið í gönguferðir og ræktina, kíkt til mömmu og farið í  búðarráp...
ásamt því að eiga góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum..

Sunnudaginn 1.  júlí fórum, ég, Gunni, Jói, Birgir og Gunnar í fína gönguferð í Öskjuhlíðinni, fengum ágætis veður, skoðuðum stríðsminjar og gróðurfar.
Strákarnir voru duglegir að ganga og klifra aðeins upp og niður steina og stíga:-)

Þriðjudaginn 3. júlí hitti ég Kristínu vinkonu mína á kaffihúsi í Kringlunni, við fengum okkur pizzu, spjölluðum um margt og kíktum svo aðeins á útsölurnar:-)

Það var dekurdagur hjá rauðu eldinginni minni á fimmtudeginum,  fór með hana í smurningu, skoðun og þegar heim var komið var hún þvegin og bónuð:-)

Gunnar Aðalsteinn var á leiklistar og tjáningarnámskeiði vikuna 2. - 6. júlí þar sem hann lærði m.a. spuna, framkomu, tjáningu, sköpun og fékk að tala inn á teiknimynd:-)
Afraksturinn var svo sýndur á útskriftarathöfninni föstudaginn 6. júlí og þar mættu, ég, Jói, Gunni, Lára, Jón, og einn vinur hans Gunnars ásamt mömmu sinni. Gunnar var voða glaður og stoltur og ánægður að fá svona marga áhorfendur :-)

Í fyrradag fór ég í Ásgarðinn og sótti Jóa og Gunnar.
Við fórum á bílasölu þar sem Jói keypti sér glænýjan og glæsilegan  SUZUKI SX4 S-CROSS COMFORT PLUS:-)
Við tókum smá rúnt og svo keyrðu þeir feðgar heim á nýja svarta kagganum:-)

Í gær komu strákarnir í heimsókn til mín á meðan pabbinn fór í ræktina:-)
Við áttum góða stund, horfðum á teiknimyndir, röbbuðum saman og byggðum hús og bíla úr kubbum:-) 

Á morgun fer ég til tannsa og á föstudaginn ætlar Elín vinkona sem býr í Finnlandi og stelpunar hennar að kíkja til mín í kaffi, þar sem þær fara heim á sunnudaginn:-)

jamm, svona er nú lífið í sveitinni... 
Eigið góða daga og hafið það gott...