Monday, June 25, 2018

Á

17. júní komu Jói og strákarnir og við fórum á hátíðina í Mosó:-)
Það var rigning og sól til skiptis, Gunnar og Birgir fóru í hoppukastala, fengu rellur og popp og við gengum aðeins um svæðið. Fórum svo heim, pöntuðum Nings og áttum kózý samverustund fram á kvöld:-)

Á mánudeginum var gott veður framan af degi og ég notaði tækifærið til að fara í smá gönguferð í Úlfarsárfelli:-)

Leti og rólegheit heima á þriðjudag...

Á miðvikudaginn var flott veður, sól, hiti og smá vindur og um að gera að nota daginn í útiveru og sólbað:-)
Ég fór í bæjarferð, gekk Laugaveginn og niður á Ingólfstorg sem er nú búið að breyta í HM torg á meðan keppnin er í gangi. Það er búið að setja bekki og risastóran skjá og sýnt er beint frá fótboltaleikunum..
Ég fékk mér kaffi, settist niður, horfði á fótboltaleik ásamt fjölda fólks og baðaði mig í sólinni:-)
Gott og notalegt að njóta sólarinnar og ylsins í rólegheitum..
Sat þarna í góða stund og gekk svo aðeins meira um bæinn, áður en ég hélt heim á leið:-)

Á fimmtudagskvöld tók ég þátt í Miðnæturhlaupi Suzuki í Laugardalnum:-)
Hef ekki tekið þátt í mörg ár og komin tími til að fara aftur í 5 km hlaupið..
Fyrr um daginn var rigning og rok, en það stytti upp og hélst frekar þurrt á meðan hlaupi stóð, komu smá skúrir inn á milli, svo þetta var í lagi..
Ég var bara frekar ánægð með mig þegar ég kom í mark og var bara nokkuð hissa hvað ég gat hlaupið dálítið og skokkað þrátt fyrir mjög litla æfingu:-)
Kom í mark, þreytt og sveitt á mínum venjulega tíma sem er um 45 mínútur...

Á föstudaginn hitti ég Heiði vinkonu, við fórum í miðbæinn, settumst inn á kaffihús, fengum okkur að borða og töluðum heilmikið:-)
Sátum þarna í tvo tíma, gengum svo aðeins um bæinn, settumst svo inná annað kaffihús og fengum okkur kaffi og köku og sátum í góðan hálftíma áður en við fórum heim..
Þegar ég kom heim fórum við Gunni í smá göngutúr um hverfið, lögðumst svo í sófann og gláptum á sjónvarpið:-)
Fín og skemmtileg samverustund í góðum félagsskap þann daginn:-)

Á laugardaginn fór ég í heimsókn til Ágústu frænku:-)
Hún og krakkarnir eru flutt heim og búa í Hafnarfirði..
Ég stoppaði í c.a. 3 tíma og við töluðum heilmikið um heima og geima og áttum góða samverustund:-)

Í gær kíkti ég til mömmu, kom heim og fór í sundlaugina hér við hliðina, lá í nuddpottinum og gufunni til að ná úr mér mestu harðsperrunum og vöðvabólgunni:-)
Mjög notalegt og ég á pottþétt eftir að fara aftur í pottinn í sumar...
Á sundinu loknu fórum við Gunni á American Style og fengum okkur djústeiktan fisk og franskar og svo var rólegheit fram á kvöld:-)

Nýjar myndir má sjá á myndasíðunni hér til hliðar....

Þangað til næst.. hafið það sem best:-)