sumarfrí
Fór fimmtudagskvöldið 14.júlí út að borða á Eldsmiðjunni með Jóa og Gunna. Fengum ljúffenga pizzu og hvítlauksbrauð og svo kom Jói í smá kvöldkaffi hér í Mosó..
Birgir Hafsteinn varð 1. árs þann 16. júlí og var því haldin fínasta garðafmælisveisla í Hæðargarðinum, grill, kaka, kaffi og fullt af gestum í ágætis veðri:-)
Þriðjudaginn 19. júlí kíktum við í smá heimsókn í bústaðinn á Þingvöllum þar sem samankomin voru m.a. Jói, Lára, Gunnar, Birgir, Jón, Sif og fleiri gestir. Gunni, Jói og ég fórum með Gunnari Aðalsteini niður að vatninu til að renna fyrir fisk og þar veiddi Gunnar á veiðistöng sinn fyrsta fisk, stóra og flotta bleiku..og hann varð stoltur og glaður með fiskinn:-)
Mosóbúarnir fóru í skemmtilega og pínu erfiða gönguferð á Nesjavöllum þann 26. júlí í glaða sólskini og frábæru veðri:-) Gengum tæplega 5 km leið í átt að Skógarhóli, hraun, brött brekka, skógur og grasi gróinn göngustígur, bara gaman:-)
Laugardagskvöldið 30. júlí fór ég í smá partý til Ágústu og Brynju:-) Ég mætti um níu leytið og stuttu seinna komu tveir gestir í viðbót. Það var mikið hlegið, spjallað, spaugað, dansað og sungið, mikið fjör, píuskrækir og gleði. Ég fór heim um hálfeitt með harðsperrur í maganum af hlátri:-)
Í gær fórum við Gunni í fínan bíltúr sem tók um fimm tíma, keyrðum til Þingvalla, fórum Uxahryggi, keyrðum gamlan torfæruveg til Skorradals, kíktum á eyðibýlið Vatnsholt í Skorradal og fórum Hvalfjörðinn heim:-)
Á laugardagskvöldið fer ég með Jóa á tónleika með hljómsveitinni Muse í Laugardalshöll, hlakka mikið til:-)
Annars er bara rólegt hér í sveitinni, það er búið að vera flott veður undanfarna daga, sól, stundum smá vindur og 15-20 stiga hiti:-)
Hef farið dálítið í sund, heita pottinn, gufu og sólbað á sundlaugarbakkanum, gönguferðir og afslöppun;-)
Fór í bíó á nýjustu Star trek myndina, og stefni á að fara í vikunni á Jason Bourne myndina:-)
Á líka eftir að fara með bílinn í skoðun og svo er tannlæknatími í næstu viku.. um að gera að nota líka fríið í svona útréttingar þegar maður hefur nógan tíma...
Komið gott í bili, njótið sumarsins og eigið góðar stundir:-)
<< Home