Saturday, August 20, 2016

jæja

þá er fyrsta vinnuvikan eftir sumarfrí liðin. Pínu erfitt að koma sér af stað fyrsta daginn en það gekk allt saman:-)
Breytti aðeins til í vetur, er að vinna í eldhúsinu og svo kennari inni á deildum seinnipartinn, það er bara fín tilbreyting og ég er sátt við þessa tilhögun;-)

Við Jói fórum á tónleika með stórhljómsveitinni MUSE í Laugardagshöllinni þann 6. ágúst.
Flottir og töff tónleikar, frábær stemming,  rokk og ról, hiti og sviti, 10.000 manns í höllinni og við dönsuðum næstum því af okkur skóna, frábært kvöld sem lifir lengi í minningunni:-)

Gunnar Aðalsteinn gisti hérna síðustu helgi, við horfðum á teiknimyndina Frummaðurinn á laugardagskvöldinu og kíktum svo niður á Reykjavíkurhöfn á sunnudeginum í frekar leiðinlegu veðri, vindur og rigning. Gunnari langði að prófa að veiða við höfnina svo við dorguðum smástund en fengum ekki einu sinni marhnút:-)  Fórum svo að borða, komum hér heim aftur og horfðum á barnaefni og síðan keyrði ég hann heim til sín seinnipartinn..
Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, nú er bara komið að því að Gunnar byrjar í 1. bekk í Breiðagerðisskóla á mánudaginn:-)

Næsta laugardag verður nóg um að vera; syng með kórnum mínum í hádeginu á bæjarhátíðinni" Í túninu heima" sem er haldin árlega síðustu helgina í ágúst hér í Mosó og fer svo um kaffileytið í afmæli hjá Heiði vinkonu:-)

Annars lítið að frétta, er að fara í gönguferð og heita pottinn í góða veðrinu, sumar og sól hér í sveitinni í dag;-)

Eigið góða helgi og njótið lífsins....