Það
hefur eitt og annað á dagana drifið undanfarnar vikur..
Jói afi kvaddi þennan heim 25. jan.
Haldin var kveðjustund um kvöldið í Sunnuhlíð þar sem hann bjó og svo var hann jarðsunginn 5. febrúar í Grafarvogskirkju. Fyrst var kistulagning og svo jarðarför. Athöfnin var falleg og kirkjan full af ættingjum, vinum og samferðafólki. Eftir athöfnina var haldið í garðinn og svo var erfidrykkja í kirkjunni.
Ég fór í 1. árs afmæli hjá syni Heiðar vinkonu minnar 7. febrúar:-)
Gunnar Aðalsteinn varð 6 ára 11. febrúar og var haldið upp á afmælið í Hæðargarðinum:-)
Ég kom fram í fyrsta skipti með kórnum mínum 9. mars á sameiginlegum tónleikum með öðrum kórum og sönghópum í Kjarnanum í Mosó. Það var skemmtileg reynsla að syngja með kórnum í fyrsta sinn opinberlega, flott tónlist, undirspil, einsöngur, hátalarar og fjör:-)
Ég fór svo með kórnum í æfingabúðir á Laugarvatni laugardaginn 12. mars, vaknaði snemma, keyrði á Laugarvatn í roki og rigningu og keyrði svo heim seinnipartinn eftir skemmtilegan dag:-)
Ég er að fara með vinnunni í náms- og skemmtiferð til Bretlands í byrjun maí og höfum við gert ýmislegt til að afla fjár fyrir ferðina, s.s. selt klósettpappír, snúða, kaffi og fleira. Við héldum líka páskabingó í leikskólanum síðustu helgi.. Bingóið gekk vel, fullur salur af fólki, seldum kaffi, heimabakaðar vöfflur og muffins og vorum með fullt af flottum vinningum.. Mamma, Jói og Gunnar Aðalsteinn komu á bingó og Jói vann páskaegg:-)
Hef líka gert margt fleira, farið í saumaklúbba, í bíó, búðarráp og fleira...
Ljúft að vera í páskafríi, taka því rólega, fara í gönguferðir og leikfimi og glápa á imbakassann:-)
Læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðrar hátíðar og farið varlega í umferðinni...
<< Home