aðventa
setti aðventuljósið út í glugga fyrir nokkrum dögum, notalegt að hafa smá ljós í skammdeginu:-)
Fór á jólahlaðborð með einum af saumklúbbnum mínum seinasta sunnudag:-)
Við hittumst um tvöleytið á veitingahúsinu VOX á Suðurlandsbraut, áttum pantað borð. Þetta var fínasta samverustund, fengum nóg að borða, m.a.. kjöt, fisk, meðlæti, forrétt, kökur, konfekt og kaffi og kostaði þetta um 5000 krónur á mann:-)
Í síðustu viku var leynivinavika í vinnunni, spennandi að mæta á morgnana og sjá hvað leynist í pakkanum frá leynivini:-)
ég fékk m.a. jólate, jólaskraut, kaffibolla, kertastjaka og súkkulaði:-)
Svo endaði leikurinn á föstudagskvöldið með litlu jólum uppi í skóla, góður matur, skemmtiatriði, pakkar, gleði og notaleg samverustund:-)
Hef annars verið aðeins að undirbúa jólin, fór á jólakortanámskeið í vinnunni, pakkaði inn gjöfum sem fara til ættinga og vina í Finnlandi og Norge, sendi þá af stað eftir helgi, kaupa fleiri jólagjafir fyrir vini og fjölskyldu og skírnargjöf fyrir Birgi Hafstein sem verður skírður þann 13. des:-)
Hér er allt á kafi í snjó og frost um -5 til - 10 gráður og ekki gaman að sópa snjó af bílnum á frostköldum morgnum...en svona er nú veturinn á Íslandi í dag..
Framundan í des er m.a. saumaklúbbahittingur, bíóferð, skírn, klipping, jólagjafakaup, smákökubakstur, setja upp jólatré og eitthvað fleira:-)
Farið vel með ykkur á aðventunni og eigið notalega daga....
Risaknús...
sandra.
<< Home