allt
rólegt hér í sveitinni...
hef farið í saumaklúbba og á kaffihús með vinum og vinnufélögum..
Er byrjuð aftur í kór eftir nokkra ára hlé, sá auglýsingu frá Mosfellskórnum í bæjarblaðinu í haust, ákvað að kíkja á æfingu og leist vel á:-)
Stutt að fara á æfingar, skemmtilegt fólk og kórstjóri og fínustu sönglög sem verið er að æfa svo ég ætla að vera með í vetur:-)
Gekk vel hjá Mosóbúunum að líta eftir Gunnari og Birgi litla í fyrsta skipti í gær á meðan foreldrarnir fóru út að borða:-)
Birgir var svo góður og rólegur, hjalaði og brosti með öllu andlitinu, fékk að drekka úr pela og virtist bara sáttur með lífið...
Fór í bíó um síðustu helgi með Gunnari og Gunna, sáum nýju Pétur Pan myndina, ágætis ræma sem fjallar um forsögu Péturs og félaga, gaman að sjá þá hugmynd og sögu:-)
Það týnist til á viðburðadagskrána, næstu vikur, m.a. bíóferðir, jólahlaðborð í nóvember með einum af saumaklúbbnum sem ég er í, jólamatur með vinnunni í lok nóvember, syngja hingað og þangað um bæinn með kórnum í desember, jólakortanámskeið í næstu viku sem er liður í fjáröflun fyrir námsferðina í vor og eitthvað fleira:-)
Nóg í bili, eigið góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
<< Home