Tuesday, July 07, 2015

Ljúft

að vera í sumarfríi:-)
Hef farið í gönguferðir og leikfimi, í klippingu og til tannsa, hangið í tölvunni, horft á TV, farið í búðarráp og átt góðar stundir með fjölskyldu og vinum:-)

Föstudaginn 3. júlí hitti ég vinkonur mínar á kaffihúsi í bænum, við fengum okkur að borða og áttum skemmtilega stund saman:-)

Laugardaginn 4. júlí fórum við mamma í smá ferðalag, keyrðum Lyngdalsheiðina, stoppuðum á Laugarvatni og fengum okkur að borða á kaffihúsinu Lindin, fórum svo Hellisheiðina til baka og áttum notalegan dag saman í sól og sumaryl:-)

Sunnudaginn 5. júlí fórum við Gunni í smá ferðalag og fínustu gönguferð, fórum Krísuvíkurleiðina, beygðum inn á Suðurstrandaveg, keyrðum í átt að Grindavík og beygðum inn hjá skilti sem stendur Húshólmi. Þar fórum við í c.a.100 mínútna krefjandi gönguferð í hrauni, mosa og grasi til að skoða rústir bæjarins Húshólma:-)
Keyrðum svo til Þorlákshafnar og Þrengslin í bakaleiðinni  og áttum fínan dag í ágætis veðri...

Í gær keypti ég mér nýtt rúm og gaf mér í afmælisgjöf:-)
Komin tími til að fá sér nýtt rúm þar sem það gamla var orðið 15 ára gamalt, góð ending það:-)

Laugadaginn 11. júlí ætla ég að bjóða nokkrum vinkonum í afmæliskaffi hér heima,
og í næstu viku ætlum ég, Jói, Gunnar og Gunnar Aðalsteinn að fara í nokkra daga ferðalag á Vestfirði, kíkja í sveitina, á Flateyri og einhverja fleiri staði:-)

Læt þetta nægja í bili...
eigið góða daga og passið ykkur á flugunum:-)
Sandra