Hef
átt góðar samverustundir með fjölskyldu, vinum og vinnufélögum undanfarna daga:-)
Miðvikudaginn10. júní átti ég skemmtilega kvöldstund með vinkonum mínum Gyðu og Heiði, fengum okkur kaffi og meðlæti og höfðum gaman saman:-)
Laugardaginn 13. júní tók ég þátt í Kvennahlaupinu í Mosó ásamt 1500 öðrum hressum konum á öllum aldri. Það var glaðasólskin og smá vindur, fínasta hlaupaveður:-) Ég fór 5 km á 40-45 mínútum...
Kom heim, hvíldi mig aðeins og keyrði svo seinnipartinn til N.L.F.Í. í Hveragerði til að ná í mömmu sem hafði verið þar í góðu yfirlæti í 2 vikur:-)
Daginn eftir fór ég í gönguferð og í sundlauginna, heita pottinn og eimbaðið til að ná úr mér harðsperrunum:-)
Þriðjudagskvöldið 16. júní var svo að hinu árlega grillpartý hjá Blásalapæjunum:-)
Hittumst heima hjá skólastjóranum um kl.18:00, spiluðum krikket úti í garði, fengum ljúffengan mat, grillað lambakjöt og kjúkling, kartöflusalat, ávaxta og gænmetissalat, hrásalat, sósur og kúskús og góða hráköku og kaffi í eftirrétt, namminamm:-)
Eftir matinn fórum við í spurningaleik og svo var happdrætti þar sem ég fékk vinning, flottan margnota burðarpoka með breiðum hlýrum og stílabók:-)
Mikil gleði og gaman með vinnufélögum:-)
Fór heim um 11 leytið, þreytt og ánægð eftir skemmtileg kvöld...
Miðvikudagur 17. júní:
Byrjaði daginn á að fara á búddistahátíð á 35 ára afmæli SGI á Íslandi:-)
Gott að komast á góða og kröftuga kyrjun:-)
Hlustaði á reynslur og hvatningar, fékk mér kaffi og gómsætar kökur og spjallaði við fólk sem ég hef ekki hitt lengi, flott byrjun á góðum þjóðhátíðardegi:-)
Kom heim um eittleytið og þá fórum við Mosóbúarnir út að borða á Eldsmiðjuna.
Fórum aðeins heim og rétt fyrir klukkan 4 komu Jói, Lára og Gunnar Aðalsteinn:-)
Gunnar kom með þessa stóru og flottu gasblöðru sem hann hafði fengið frá Jóa og Láru:-)
Við fórum saman niður að Hlégarði, Gunnar fór í hoppukastala og svo horfðum við á keppnina Sterkasti maður Íslands þar sem Hafþór Júlíus var í góðum gír og vann keppnina fimmta árið í röð:-)
Gunnar Aðalsteinn vildi reyna sig við steininn sem kraftakarlarnir lyftu í keppninni:-)
Átti góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum þennan dag:-)
Föstudaginn19. júní var haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.
Ég vann fram að hádegi því mörg fyrirtæki og sveitarfélög þ.á.m. Reykjavíkurborg gaf starfsmönnum frí eftir hádegi í tilefni dagsins:-)
Eftir vinnu fór ég beint til mömmu og áttum við góðar og skemmtilegar stundir saman.
Við byrjuðum á að fara út að borða á Laugarás og þaðan fórum við í Sjóminjasafnið til að skoða sýningu um sjókonur:-)
Við bjuggumst nú við meiru af þessari sýningu en það var gaman að sjá þetta, en svo var önnur flottari sýning um sjómennsku og ýmislegt sem tengist sjólífinu uppi á annari hæð sem ég mæli með að þið kíkið á :-)
Jamm, svona er nú lífið hjá mér þessa daga:-)
Á morgun er ég væntanlega að hitta vinkonur mínar Þórunni og Elínu sem er á landinu núna:-)
Svo er eitthvað fleira framundan, t.d. klipping og hádegisverður með nokkrum vinkonum mínum úr vinnunni;-) já ég er alveg að komast í sumarfrí:-)
Hafið það sem best og njótið samverustunda með fólkinu ykkar, vinum, kunningum og ykkur sjálfum :-)
því maður veit aldrei hvenær lífstíminn endar...
þangað til næst...
Risaknús..
Sandra
<< Home