Þessi
páskahelgi hefur hjá mér og mínum einkun snúist um ferðalög, símtöl, sjónvarpsgláp og gestakomur.
Valli, Bubbi og Monika voru í heimsókn hér í Mosó um helgina, komu á skírdag og fóru svo heim til Svíþjóðar á páskadag.
Mamma, Jói, Lára og Gunnar Aðalstein fóru til Ísafjarðar í skemmti- og vinnuferð um páskana þar sem Lára var á læknavakt og svo var líka farið í bíltúr m.a. til Bolungarvíkur og Flateyrar og kíkt á tónleika..
Haddi pabbi hringdi í mig föstudaginn langa 3. apríl og sagði mér að Dúdda amma hafi kvatt þá um morguninn. Hún var orðin mjög veik og þreytt og því var gott að hún fékk loksins að fara...
Svo fer ég í skírn sunnudaginn 12. apríl til Heiðar vinkonu og litla drengins hennar...
Já svona er nú lífið gott fólk, það skiptist á skin og skúrir....
Eigið góða viku...
Risaknús...
Sandra
<< Home