komst
í tvær gönguferðir fyrir utan bæinn. Þann 27. júlí keyrðum við til Þingvalla, beygðum inn á Uxahryggjaleið. lögðum bílnum og gengum stíg sem heitir Sandskeið. Hann er 2.1 km hvora leið svo þetta var um 4 km fín gönguferð. Stígurinn liggur að rústum bæjarins Hrauntúns sem við skoðum líka í fyrrasumar en það var allt í fína, bara gaman að fara nýja leið sem var svolítið fyndin því það var mikið af drullupollum á leiðinni:-)
Þrem dögum seinna var líka flott gönguveður og þá fór ég, Gunni, Jói og Gunnar litli frændi í bíltúr, keyrðum í Hafnarfjörð, komum við í Bónus og keyptum nesti og keyrðum svo inn á Krýsuvíkurveg, beygðum svo til hægri inn á Suðurstrandaveg í átt til Grindvíkur og beygðum út af veginum við skilti sem heitir Húshólmi. Fórum í góða og langa gönguferð og skemmtilega leið í gegnum hraunið í átt að rústum Húshólma, stoppuðum, fengum okkur nesti og héldum svo áfram, lögðumst í grasið og hvíldum okkur og snerum svo við og gengum til baka;-)
Gunnar frændi var svo duglegur að ganga mestalla leiðina á erfiðum göngustíg, þetta var örugglega um 2 tíma göngutúr...
Fundum reyndar ekki rústirnar í þetta sinn, en það var allt í lagi, þetta var fín og skemmtileg fjölskylduferð:-)
Lögðum af stað um kl 13:00 og komum aftur í bæinn um 18:00...
Verslunarmannahelgin einkenndist af búðarferðum, hreyfingu og kaffihúsahangsi:-)
Fimmtudaginn 31. júlí hitti ég Heiði og Katrínu á Kaffi Laundromat þar sem við vorum að stofna nýjan saumaklúbb, fá okkur gott að borða og hafa gaman saman:-)
Á laugardeginum fór ég í Kringluna og keypti smávegis af fötum og dóti, fór svo í kaffi til mömmu og hitti svo Guðrúnu vinkonu mína á kaffi Flóru kl 20:00. Við sátum í tvo tíma, fengum okkur að borða og höfðum það kozý:-)
Á sunnudeginum hitti ég Ágústu frænku mína sem ég hef ekki séð í tvö ár því hún býr erlendis.
Við hittumst á Kaffi París um kaffileytið, fengum okkur mat og köku og áttum mjög góða stund saman:-)
Á mánudeginum fórum við mamma saman á Kaffi Flóru, fengum okkur að borða og höfðum það huggulegt:-)
Fór líka í bíó að sjá Herkúles og Guardians of the galaxy, báðar ágætis afþreyingarmyndir:-)
Síðastliðinn föstudag var svo komið að sumarbústaðaferð:-)
Ég, Katrín og Heiður afmælispæja lögðum af stað úr bænum seinnipartinn, komum við í Krónunni til að versla, héldum svo áfram til Selfoss þar sem við fengum okkur Dominos og fórum svo í bústaðinn sem er rétt hjá Laugavatni:-)
Komum þangað um kl 22:00, komum okkur fyrir, horfðum á Dirty Dancing, fórum svo í heita pottinn, fengum okkur nammi og höfðum voða kózý fram á nótt, fórum að sofa þegar tók að birta af degi um 4 leytið:-)
Vöknuðum um 11 leytið, fengum okkur kaffi, fórum í fyrirsætugönguferð í sól og sumaryl, grilluðum ostapylsur eftir góða hreyfingu og sátum í sólbaði á pallinum þegar hinar pæjurnar komu á staðinn um kaffileytið:-)
Sátum 9 pæjur saman í sólbaði og afmæliskaffi til kl 20:00 og sólin að hverfa, þá voru grillaðir hamborgarar og meðlæti, matur, hlátur, grín og gaman fram á kvöld, farið í heita pottinn og svo að sofa um 3 leytið:-)
Vaknað um hádegi á sunnudegi, eldaður fínasti brunch, egg, beikon, pulsur, amerískar pönnsur og fleira:-)
Svo var gengið frá, lagt af stað um kl 16:00 og komið í bæinn fyrir kvöldmat..
Skemmtileg og frábær helgi í góðra vina hópi:-)
Vaknaði í dag um kl 10:00, fór í gönguferð og sólbað á Úlfarsárfelli, síðan kaffisopi hjá mömmu og almenn leti:-)
og svo er bara sumarfríið búið, fer að vinna á morgun:-/
Já, svona er nú sumarið hjá mér...
Nóg í bili, eigið góða viku og njótið veðurblíðunnar:-)
Lati kennarinn...
<< Home