Sunday, June 02, 2013

viðburðaríkir

og skemmtilegir dagar að baki, hef átt góðar og flottar samverustundir með fjölskyldu og vinum:-)

Síðustu helgi fór ég með vinkonum og tveim börnum sem önnur þeirra á í sumarbústað:-)
Við hittumst rétt eftir hádegi á laugardeginum, fórum í matarbúð, fengum okkur hressingu í bakaríinu og keyrðum svo af stað á vit ævintýra:-)
Vorum komin um kaffileytið og þá tók við tölvuhangs og afslöppun. fórum í fyrirsætugönguferð og þegar við komum aftur í bústaðinn skelltum við okkur í heita pottinn, en sumir horfðu á vidjó;-)

Eftir pottahangs voru grillaðir hamborgarar, fengið sér í glas, sumir fóru  og partýalians spilað af mikilli innlifun:-)
Eftir mikið stuð og grín var ýmist horft á vidjó, einhver fór að sofa og sumir enduðu í pottinum:-)

Morgunin eftir var vaknað í rólegheitum, fengið sér morgunmat, börnin horfðu á vídjó og svo grilluðum við pylsur í hádeginu.. svo var tekið til, gengið frá bústaðunum, farið í bílana og haldið af stað í túristaleik:-)
Við keyrðum á Geysissvæðið, löbbuðum um og fengum okkur kaffi, köku og ís í sjoppunni:-)
að lokum keyrðum við að Gullfossi og skoðuðum hann í roki og rigningu;-)
 Svo var haldið heim á leið og ég kom í bæinn um kvöldmatarleytið...

Á þriðjudagskvöldið var tiltektardagur í blokkinni þar sem íbúar komu saman, tóku til, týndu rusl og fleira sem þurfti að gera...

Á miðvikudaginn fóru allir í leikskólanum, börn, starfsfólk og margir foreldrar í vel heppnaða fjöruferð þar sem týndar voru skeljar, krabbar og fleira forvitnilegt og svo var drukkið og borðað nesti í grasinu:-)

Á miðvikudagskvöldið fór ég í bíó með tveim vinkonum, sjá myndina The great Gasby, mæli með henni, töff mynd þar á ferð..

Á föstudaginn kíkti ég til mömmu í kaffi, og svo var pizzuát, vídjógláp og afslöppun á föstudagskvöldið, sá
Gangster Squad, mæli með henni:-)

Í gærdag fór ég í búðarferð, keypti m.a. bók, krem, púður, kjól, peysu og nokkra boli:-)

Í gærkvöldi fór ég í bíó með vinum, sjá Hangover 3, kom mér á  óvart hvað hún var góð og svo fórum við á kaffihús í framhaldi:-)

Í dag var langur og góður dagur með fjölskyldunni. Við hittumst heima hjá Jóa og Láru um 2 leytið og fórum miður í bæ á hátíðarhöld í tilefni sjómanndagsins:-)
Við löbbuðum um, sáum allskonar fiska og furðudýr, lékum okkur á skemmtilegu leiksvæði þar sem dótið var m.a.allskyns spýtur, baujur, hamrar, naglar, flotholt, dekk, net, koddar og  kíktum í varðskipið Óðinn:-)
Að þessu loknu sagði svengdin til sín, við gengum dálitla stund og fundum tælenskan veitingastað þar sem við fengum gómsætan mat í magann:-)
Þegar allir voru orðnir saddir röltum við í bílinn, fórum í bíltúr og enduðum upp í Perlu þar sem við kíktum á útsýnið og fengum okkur kaffi, köku, ís og shake:-)

Komum heim um 8 leytið, þreytt og ánægð eftir góðan og fjölbreyttan dag:-)

Framundan er m.a. Kvennahlaupið næsta laugardag og hver veit hvaða ævintýri vikan ber í skauti sér:-)

já, svona er nú lífið stundum skemmtilegt og fjölbreytt..
Um að gera að njóta hvers dags, reyna að leyfa jákvæðu hliðinni að ráða og senda þá neikvæðu í frí:-)
Óska ykkur góðrar viku og stubbaknús til ykkar kæru lesendur:-)