Monday, June 17, 2013

Laugardaginn

8. júní vaknaði ég snemma, fékk mér kaffi, fór í sturtu og tók mig til fyrir Kvennahlaupið í Mosó sem byrjaði kl. 11:00.  Fór 5 km á 40 mínútum, frekar sátt með þann tíma og kom glöð í mark í fínasta veðri, engin rigning og smá vindur:-)
Kom heim, hvíldi mig aðeins, fékk mér að borða og slappaði af.

Klukkan 15:00 þennan sama dag tók Jói bróðir þátt í hjólakeppninni Bláalónsþrautin þar sem keppendur hjóla frá Hafnarfirði, um Krýsuvík og enda hjá Bláa Lóninu:-)

Jói hafði samband um kl 18:00, hafði þá hjólað rúmlega 30 kílómetra, var á leiðinni í Bláa lónið og bað mig að koma að ná í sig. Ég kom við hjá mömmu, við keyrðum í lónið og náðum í þreyttan en ánægðan hjólagarpinn:-) Vorum komin í bæinn rúmlega 20:00 og  fórum í kaffi og spjall í Hæðargarðinn:-)

 Á sunnudaginn voru rólegheit framan af degi, en svo komu Jói og Gunnar seinnipartinn og við skelltum okkur öll í sundlaugina hér hinu megin við götuna, hengum í heitapottinum, fórum í einbað og renndum okkur í rennibrautunum:-)
Að sundi loknu fórum við mosóbúarnir í bíó að sjá Star Trek, ágætis ævintýramynd;-)
Góð, skemmtileg og fjölbreytt helgi að baki:-)

Á miðvikudeginum fór ég í leikfimi beint eftir vinnu, lyfti lóðum og fór í tækin, tók fyrir magann, bakið, fæturna og fleiri líkamsparta, gott að finna harðsperrur daginn eftir:-)
Á fimmtudagskvöldið fór ég á ungmennafund hjá búddistum, kyrjun, fræðsla og spjall, gaman að koma og hitta ungmennin, langt síðan ég hef hitt sum þeirra:-)

Á laugardaginn dreif ég mig í gönguferð á Úlfarsfell, fann þörf til að komast aðeins í skóginn og náttúruna, elska það að geta farið ein með sjálfri mér í göngu í skóginum og að klifra aðeins í fellinu:-)
en fór auðveldu leiðina núna, tók vitlausa beygju, fór nýja leið og villtist aðeins, bara gaman að því:-)
Fann svo réttu leiðina aftur og komst á kunnulegar slóðir:-)

Kom heim, hvíldi mig, fór í sturtu og fékk mér að borða og hitti svo vinkonur mínar, Gyðu og Heiði um kvöldið, fengum okkur pizzu og nammi, hlógum og kjöftuðum og horfðum á vidjó:-)
skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi:-)

Í gær hitti ég vinkonur mínar Hebu og Elínu sem búa í Finnlandi en komu heim í nokkra daga:-)
Alltaf gaman að hitta þær, mikið talað um nútíð, fortíð og framtíð og rifjað upp gamla tíma m.a. frá grunnskólaárum:-)


Eftir c.a. 3 tíma kaffispjall og glens var komin tími á næstu heimsókn hjá okkur öllum, þær að hitta aðra vinkonu og ég að hitta mömmu..
Kaffi og spjall hjá mömmu og síðasta heimsóknin þennan dag var til afa míns sem ég hef ekki séð lengi.. Hann var að fara vestur í sveitina í dag og því ákvað ég að kíkja í smá heimsókn til hans:-)
Kom heim um kvöldmatarleytið eftir langan, góðan og yndislegan dag:-)

Í dag er planið að eiga samverustund með fjölskyldunni og fara á hátíðarhöldin í Mosó, en það er ekki alveg ákveðið núna, kemur allt í ljós:-)

 Óska öllum til hamingju með daginn, vona að þið eigið góðan og skemmtilegan dag, hæ, hó og jibbý jei, það er komin 17. júní:-)