Ferðin
til Svíþjóðar var frábær:-)
Við fengum æðislegt veður laugardag og sunnudag, 20 stiga hiti, sól og sumar.. upplifðum mikið og gerðum margt þá helgi, vorum úti frá morgni til kvölds. Fórum í Junibakken sem er Astrid Lindgren safnið er , fórum út að borða, kíktum á djammið kvöldið sem Svíþjóð vann Júróvisjón, löbbuðum út um allt, fórum í Stan(gamla bæinn), settust niður á pöbbum og fengum okkur hressingu, fórum á kaffihús, í búðir, fórum í ferju til eyjunnar þar sem tívolíið og mörg söfn(t.d. Vasa safnið og Junibakken) eru, man ekki hvað hún heitir núna, fórum á pöbb og horfðum á Júróvisjon og svo margt fleira:-)
Mánudagurinn og þriðjudagurinn fóru í skólaheimsóknir, lestarferðir, gönguferðir um bæinn, út að borða og verslunarferðir:-)
Fengum rigningu og aðeins leiðinlegra veður, en það var í lagi þar sem við vorum meira og minna inni þá daga, einkum á mánudeginum...
Við fórum út að borða öll kvöldin, á mismunandi staði, tælenskan stað, spænskan, líbanskan og ítalskan og
fengum góðan mat á öllum þessum stöðum:-)
Það var gaman og merkilegt að skoða skólana og sjá hvað er líkt og ólíkt okkar..
Stefnan var spennandi og skólahúsin, aðbúnaður og plássið sem börnin og starfsfólkið hafa er miklu stærra en hjá okkur og ég væri til í að vinna í svona miklu plássi:-)
Gaman að koma og skoða og sjá aðra skóla...
Æðisleg ferð sem skilur mikið eftir í minningabankanum:-)
það eru komnar myndir frá ferðinni inn á myndasíðuna;:-)
Svo kom ég heim frá Stokkhólmi og hversdagslífið og lítil ævintýri tóku við:-)
Má þar nefna að Gunnar Aðalsteinn kom í gistingu helgina eftir að ég kom heim:-)
Hann kom á föstudagskvöldinu, lék sér og var kátur, sofnaði svo hjá mér í rúminu og við sváfum til morguns:-)
Við fengum okkur að borða, klæddum okkur og fórum svo út á leikvöll sem er hér rétt hjá. Fórum svo heim, fengum smá snarl og horfðum á teiknimynd. Kíktum svo í heimsókn til mömmu, fengum kex og fórum á leikvöllinn rétt hjá mömmu:-)
Að heimsókn lokinni keyrði ég hann heim til sín og fór svo á Laugavegs- og miðbæjarrölt í sól og sumaryl:-)
Myndir frá þessari helgi má finna í myndasafninu undir heitinu "helgin 1.-2. júní 2012"
Eitthvað fleira hefur nú á daga mína drifið, s.s. kaffihúsahittingur með stelpunum, skemmtilegt frænkuboð þar sem ég hitti frænkur sem ég hef ekki séð í mörg ár, bíóferðir, gönguferðir og sniglaskokk, vídjókvöld, fór 5 km í Kvennahlaupinu og er búin að skrá mig í 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst, útskriftarveisla hjá Þorsteini Þorra, fór með vinnunni á sýningu hjá Brúðubílnum og tvisvar sinnum með nemendahópa í Grasagarðinn, fór á kyrjanir, fundir, heimsóknir, grillveisla hjá Blásalagellum og margt fleira:-)
Myndir frá útskriftinni má líka finna í myndasafninu:-)
En tölum nú aðeins um sumarið 2012:-)
það verður nokkuð um nýjungar og breytingar hjá Söndru í sumarfríinu:-)
byrjum á þessari viku, fyrstu vikunni í sumarfríi..
Er að fara í fyrsta skipti í ristilspeglun.
Í gær og dag hef ég verið fastandi, bara á fljótandi fæði..
Lifði gærdaginn af og vona að allt gangi vel í dag sérstaklega seinnpartinn þegar ég byrja að laxera..
fer svo í ristilspeglun í fyrramálið:-0
Held svo uppá afmælið mitt í sumarbústað með vinkonum mínum um helgina:-)
Önnur breyting sem verður í lífi mínu þetta sumarið tengist bílamálum...
Nú er trausta og góða græna eldingin mín sem hefur þvælst með mér út um borg og sveitir í 8 ár orðin þreytt og lasin, það kostar mikið að laga hana;-(
og hún verður því seld..
Því þarf ég að fá mér nýjan bíl, er búin að skoða nokkra og finn vonandi góðan og vel með farinn fararskjóta fljótlega:-)
Em svo er það hápunktur breytinganna sem verður að veruleika þann 19. júlí 2012...
Þá mun 26 ára sambandi mínu við gleraugun ljúka þegar ég fer í augnlaseraðgerð :-)
Hlakka mikið til þessa dags, fór í forskoðun í maí, það leit allt mjög vel út og læknirinn sagði að ég væri flottur kandidat í aðgerð:-)
Já svona er lífið hjá mér, verður spennandi og fróðlegt að sjá hvernig þetta fer allt saman, nýr bíll, engin gleraugu og nýhreinsaður ristill:-)
Læt þetta nægja í bili, hafið það sem allra best í sólinni, njótið lífsins og verið góð hvert við annað:-)
Sumarknús og kossar...
Sandra sumargella:-)
<< Home