Monday, February 13, 2012

Ánægð

með helgina, því ég náði að sinna mörgum sviðum í lífi mínu og var nokkuð dugleg í sambandi við ákveðna hluti eftir langt letikast;-)

Á laugardaginn vaknaði ég snemma og fór á kröftuga kyrjun, kyrjaði nokkra stund og renndi svo heim til Jóa í hádeginu til að hitta 2 ára afmælisprinsinn:-)
Þetta var skemmtilegt og vel heppnað afmæli, fullt af fólki, góðar kökur og afmælisbarnið í stuði:-)

Var þar í sirka 3 tíma, fór þá heim og lagði mig aðeins.
um kvöldmatarleytið fór ég svo til Heiðar vinkonu í vídjókvöld, fengum okkur pizzu, nammi og snakk, grínuðumst mikið og hlógum, fífluðumst aðeins á Facebook, kjöftuðum og horfðum á lélega grínmynd:-)

Kom heim um 2 leytið og fór að sofa...

Í gær svaf ég út, fékk mér kaffi, las blöðin og dreif mig svo út að skokka, eftir viku hreyfingarleysi:-)
Kom heim sveitt, eldrauð og ánægð með mig, fór í sturtu, fékk mér að borða og lagði mig aðeins..

Um kl 18:00 fórum við Mosófólkið svo heim til Jóa að þessu sinni til að passa litla prinsinn á meðan Jói og Lára fóru í matarboð:-)
Vorum hjá þeim til kl. 23:00 og þá var brunað heim og beint í bælið:-)

Já, yndisleg, falleg, skemmtileg, fjölbreytt og góð helgi að baki:-)

Eigið góða viku og njótið lífsins;-)

Leiðsögn dagsins;

11.febrúar

Á því augnabliki sem við ásetjum okkur að “ég ætla að verða heilbrigð/ur!” “ég ætla að verða sterk/ur!” “ég ætla að vinna af gleði fyrir kósen-rúfu!” munu líf okkar byrja að færast í þá átt. Við verðum að taka ákvörðun.


1900: fæðingardagur Josei Toda, annars forseta Soka Gakkai.
1996: Menningarstofnun Toda fyrir alheims frið og stefnumála rannsóknir stofnuð af forseta SGI, Ikeda í Tokyo; útibú opnað á Hawai 1997.


Þýtt úr bókinni For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda