Þorláksmessa
jamm, þetta er allt að koma:-)
Komin í smá jólafrí, jólin á morgun, notalegar stundir og samvera með fjölskyldu, nóg að borða, jólagjafir, nýbakaðar smákökur í boxi, konfekt, kaffi, bókalestur, þvottur, svefn og leti framundan næstu 3 daga:-)
Vona að þið njótið kvöldsins hvað svo sem þið eruð að bardúsa s.s. í skötuveislu, í friðargöngu, búðarrápi, elda matinn, á kaffihúsi, í afslöppun, að skreyta jólatréð, pakka inn gjöfum, þrífa, glápa á sjónvarpið eða bara eitthvað allt annað:-)
vil setja hér inn eitt flott lag með snillingunum í Baggalúti í tilefni dagsins:-)
vil enda á fallegri leiðsögn frá Ikeda.
25.desember
Ef manneskja er svöng, ættum við að gefa henni brauð. Ef það er ekki til brauð, getum við að minnsta kosti gefið orð sem næra. Við manneskju sem lítur illa út eða er líkamlega veikbyggð, getum við leitt samæðurnar að einhverju umræðuefni sem lyftir anda hennar og fyllir hana af von og þeirri ákveðni að láta sér batna. Gefum hverri manneskju sem við hittum eitthvað: gleði, kjark, von, uppörvun, lífsspeki, visku, sýn fyrir framtíðina. Við skulum alltaf gefa eitthvað.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
If a person is hungry, we should give them bread. When there is no bread, we can at least give words that nourish. To a person who looks ill or is physically frail, we can turn the conversation to some subject that will lift their spirits and fill them with the hope and determination to get better. Let us give something to each person we meet: joy, courage, hope, assurance, or philosophy, wisdom, a vision for the future. Let us always give something.
hafið það gott og passið ykkur á jólastressinu, umferðinni og vonda veðrinu...
kv. sandra jóló:-)
<< Home