Monday, December 26, 2011

Jólin

eru yndisleg:-)
leti, svefn, lestur góðra bóka, jólaboð, nóg að borða, samverustundir og rólegheit..

Aðfangadagskvöld var skemmtilegt, yndislegt, notalegt, hlátur, gleði, samvera og frábær upplifun:-)

Vorum 8 saman heima hjá Jóa bróður, Láru og Gunnari Aðalsteini, ásamt þeim var ég, mamma, Gunni, Jón og Sif (foreldrar Láru). Við borðuðum gómsætan mat, súpu og hamborgarhrygg ásamt meðlæti og jólaöli og fengum svo konfektköku og kaffi í lok kvöldsins. Það var pakkaflóð undir trénu og ég held að Gunnar Aðalsteinn hafi verið rólegastur af okkur í pakkafjörinu:-)
Hann var rólegur, glaður og yndislegur allt kvöldið, hafi gaman af dótinu sem hann fékk, en var orðinn frekar þreyttur, eins og reyndar fleiri í fjölskyldunni þegar veislunni var að ljúka um kl 11:30:-)

jamm þetta var yndislegt kvöld, mikið hlegið, spjallað og borðað og ég hef aldrei verið svona lengi frameftir á aðfangadagskvöld, sem var bara ágætis tilbreyting, en ég var samt alveg búin að því þegar ég kom heim eftir miðnætti:-)

Tók fullt af myndum sem má finna á myndasíðunni undir albúminu "24 des 2011".

Kærar þakkir fyrir allar gjafirnar og kortin:-)
fékk allskonar dót í jólagjöf: bækur, bæði Arnald og Yrsu, náttföt, sokka, hárband, eyrnalokka, ilmvatn, sápur, sjampó, hárnæringu, hand og líkamskrem, baðsalt, líkamsskrúbb, helling af konfekti og allskyns nammi, tónlistardiska, kertastjaka, styttu, myndakort, köku og gjafakort:-)

Vaknaði um hádegi á jóladag við símhringingu frá fólkinu mínu í Noregi, þaðan var allt gott að frétta og allir hressir og glaðir:-)

Var að dunda í tölvunni í gær, setja inn myndir og fleira, lagðist svo aftur upp í rúm, las aðeins og lagði mig og fór svo að taka mig til fyrir jólaboðið hjá afa.

Fór í sturtu, klæddi mig og setti á mig glingur, náði í mömmu og við fórum saman í veisluna. Komum frekar snemma að þessu sinni og fáir komnir, en svo týndust ættingjarnir inn einn af öðrum:-)
fengum hangikjet og meðlæti, konfekt, kaffi og ís..

Börnin voru kát og fjörug en ég náði þó nokkrum myndum af þessum elskum við ýmsa iðju, t.d. að hoppa í rúminu, leika sér, horfa á sjónvarpið, í fanginu á foreldrunum eða afa og ömmu, við matarborðið og á hlaupum um ganginn:-)

Myndirnar má sjá á myndasíðunni hér til hliðar.
Þar má líka sjá myndir frá jólaboðinu í fyrra sem ég af einhverri ástæðu hafði ekki sett inn fyrr...

Jamm þetta var fínasta jólaboð og gaman að hitta ættingja sem maður hittir ekki svo oft:-)

Veðrið er búið að vera hálfskrýtið, það hefur skipst á rigning, skafrenningur, þýða, hálka, haglél og frost. Núna er allt hvítt úti, smá vindur og kalt..

Í dag er mikill letidagur, ætla ekki út úr húsi, er á náttfötunum, hangandi í tölvunni, er að þvo þvott, lesa Arnald og ætla kannski að leggja mig meira:-)

Svo er bara vinna strax á morgun svo það er um að gera að taka því rólega í dag, en það verður lengra jólafrí á næsta ári:-)

Læt þetta nægja í bili, hafið það gott í dag og farið varlega í umferðinni..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda forseta SGI um gleði og bjartsýni..

5.nóvember

Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi. Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við stöðugt að geta beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda