jæja
þá mega jólin koma:-)
Öllum jólaundirbúningi er lokið hér á bæ, búið að þrífa, skreyta jólatréð og setja undir það nokkra pakka, jólakort innanlands og pakkar til útlanda löngu farnir í póst, jólaskrautið komið á sinn stað, búið að halda jólasaumaklúbb og fara í jólasveinaferð til vina, búið að kaupa allar jólagjafir og pakka þeim inn, ég er búin að baka nokkrum sinnum en það var nú fljótt að klárast næstum jafnóðum:-)
langt síðan við höfum klárað undirbúning svona snemma og ég hef notið aðventunnar óvenjulega lengi og vel þetta árið sem er bara notalegt og skemmtilegt:-)
og nú er bara allt í rólegheitum hér í sveitinni:-)
Að þessu sinni verðum við á aðfangadagskvöld hjá Jóa bróður, Láru og Gunnari litla frænda(22 mánaða) sem verður án efa skemmtileg, öðruvísi og yndisleg upplifun og stemming:-)
að fylgjast með litlum og skemmtilegum ungum manni að opna pakka, ásamt eldra fólkinu líka að sjálfsögðu:-)
já það er þónokkur tilhlökkun í Mosóbúum fyrir þessu kvöldi:-)
Læt þetta nægja í bili..
eigið yndislega viku og njótið samverustunda með fjölskyldu, vinum og vinnufélögum, þetta eru nefnilega dýrmætar minningar sem við sköpum og eignumst á hverjum degi:-)
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
7. desember
Það er hjartalag okkar sem breytir hjartalagi annarra. Vinskapur breytir fólki. Ferðalangar sem draga herðaslár sínar yfir sig og berjast ákveðið á móti köldum vindi slaka sjálfkrafa á og yfirbragð þeirra og framkoma breytist þegar sólin yljar þeim.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
It is our hearts that change others' hearts. Friendship changes people. Travelers who pull their capes over their shoulders and brace themselves determinedly against the cold wind naturally relax and change their outlook and actions when warmed by the sun.
<< Home