það
var mikil vinkonudagur í dag:-)
fór í hádeginu á kaffihús niðri í bæ til að hitta vinkonur mínar þær Heiði og Guðrúnu. Hún Gyða er líka í saumaklúbbnum en forfallaðist því miður.
Við vorum nefnilega að halda árlega jólasaumaklúbbinn eða "litlu jólin" okkar í dag:-)
Við fengum okkar að borða og sátum í góðum gír í rétt um tvo tíma, hlógum, spjölluðum, skiptumst á jólapökkum og höfðum það kózý:-)
Að því loknu fóru þær stöllur á búðarráp á Laugaveginum en ég hélt áfram í meiri vinkonuhitting og lagði leið mína upp í Breiðholt heim til Þórunnar sem ég hitti oft í "gamla daga":-)
Vinkonur mínar Heba og Elín búa í Finnlandi en eru í heimsókn þessa dagana á Fróni með börnin sín og við hittumst sem sagt í dag heima hjá Þórunni:-)
það var mjög gaman að hitta þær allar, hlæja saman, kjafta, borða kökur og fylgjast með börnunum sem eru á aldrinum 7 mánaða til 3 ára:-)
ég tók líka nokkrar myndir sem má finna á myndasíðunni..
ég var með þeim í c.a. tvo tíma, fór svo heim, lagði mig og horfði svo á sjónvarpið...
Jamm góður, skemmtilegur og yndislegur dagur að kveldi komin og samverustundir dagsins safnast í minningarbankann:-)
Vil enda á gullkorni um vinkonur eftir Arthur Benson úr bókinni Vinir.
" Af því þú átt þér vinkonu, er líf þitt virkara, fyllra og yndismeira fyrir það að hún er til, hvort heldur hún er þér nær eða fjær. Sé hún nærri þá er það best, en sé hún fjarri er hún þó enn í huga þér og hugur þinn fylgir henni, þú heyrir frá henni, skrifar henni, deilir með henni lífinu og lífsreynslunni, lýtur henni og virðir hana, dáir og elskar."
<< Home