Saturday, October 08, 2011

í dag

er laugardagurinn 8. okt 2011, merkilegt hvað tíminn líður hratt þessa dagana.

Fór á frábært búddistanámskeið seinustu helgi. Þetta er eitt erfiðasta innlenda námskeiðið sem ég hef farið á fyrir mig persónulega, það kom upp gamalt og nýtt karma og þetta var hreinsun á einhverjum sviðum.
En mikið var gott að fara þótt það hafi reynt á, ég komst þó þrátt fyrir miklar hindranir:-)

Erfitt, skemmtilegt, tilfinningaþrungið, fræðandi, reyndi á félagslega og tilfinningalega þætti, kæruleysi, hlátur, grátur, uppljómun, leiðsagnir, hvatning, huggun, hreinsun, söngur, gítar, leikrit, ljóðalestur, reynslur, fundir, partý, dans, erlendur gestur, matur, kynnast nýju fólki, markmið, ásetningar, orsök, afleiðing, fyrirlestrar, gleði, kraftur, lægri heimar, búddaeðli, ábyrgð, pirringur, hindrun, neikvæðni, góð ráð, lausnir, spjall, kyrjun, iðkun, trú, þakklæti, hugrekki, viska, virðing, samvinna, umhyggja, heitur pottur, valkyrja, ferðalag, vont veður, nöldur, innri djöflar, lífsástand sveiflast, vinátta.....

Jamm, svona er nú lífið, það sveiflast upp og niður, góðir dagar og erfiðir, gleði og sorg, hlátur og grátur...

Ýmislegt skrýtið, óvænt, gott, slæmt, breytingar, sigrar, hindranir, vandamál, gamalt, nýtt, sorglegt og gleðilegt í gangi, bæði hjá mér og öðrum í kringum mig, sumt að leysast og annað í vinnslu...

Læt þetta nægja í bili og vona að þið eigið góða daga og séuð heil heilsu..
sendi hópknús, kossa og jákvæða orku út í heiminn....

Nam-mjó-hó-renge-kjó..

vil enda á leiðsögn frá Ikeda..

7.október

Hvað mun framtíðin bera í skauti sér?
Enginn veit svarið við þeirri spurningu. Allt og sumt sem við vitum er að afleiðingarnar sem munu birtast í framtíðinni eru allar innifaldar í orsökunum sem eru gerðar í nútíðinni. Því er mikilvægt að við rísum upp og náum markmiðum okkar án þess að leyfa okkur að láta letjast eða truflast af tímabundnum erfiðleikum.

Þýtt úr bókinni For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda.