Sunday, September 26, 2010

var

að koma af flottu, fræðandi og frábæru búddistanámskeiði:-)
Æðislegir fyrirlestrar, reynslur, leiðsagnir og umræður, vinátta, hópfundir, deildarfundir, kynnast nýju fólki, stuðningur, mikil og kröftug kyrjun, spjall við erlenda búddista, hlátur, gleði og glaumur, menningarvaka þar sem ég var beðin um að taka þátt í skemmtiatriði eins og venjulega, söngur, leikrit, dans, spurningakeppni, samvera og hátt lífsástand:-)

Við reynum að halda eitt helgarnámskeið á ári fyrir utan bæinn og í þetta sinn vorum við í Reykholti og ég skal nú bara segja ykkur það að Hótel Reykholt er málið:-)

Inni á hótelinu er svo margt að skoða og það eru flottar skreytingar, myndir á veggjum, sérstök herbergi(t.d. mánaherbergið sem er tileinkað tunglinu), fullt af bókum til að lesa, styttur tengdar ásatrúnni, innrammaðir kaflar úr Hávamálum fyrir utan hvert herbergi og fleira áhugavert:-)
Þar er frábær þjónusta, herbergin fín, með sófa, borði, rúmum, risastórum koddum, sjónvarpi og sturtu;-)

Maturinn vá maður, það var sko hlaðborð á morgnana svo erfitt var að velja, skyr, djús, kaffi, vínarbrauð, súrmjólk, allskonar brauð og álegg, egg og beikon, ávextir og fleira, og í hádeginu var ennþá meira úrval, 3 tegundir af súpum, nokkrar gerðir af brauði, álegg, vöfflur, margar tegundir af salati og fleira:-)
það var líka kaffitími, kaffi og kökur..

svo var kvöldmatur, flott lambafillet og meðlæti og fyrir þá sem pöntuðu fiskrétt(eins og ég gerði) var saltfiskur, steiktar kartöflur og grænmeti:-)
og svo var frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt.

En svo er það rúsínan í pysluendanum;-)
mér datt í hug þegar ég rambaði óvart á ganginn á neðstu hæðinni að flott væri að fara með hópa í óvissu eða heilsuhelgarferð því þar er að finna: heita potta, herbergi með ilmolíumeðferð, nuddbekk, slökunarherbergi, herbergi fyrir birtumeðferð og herbergi með tveimur dásamlegum nuddstólum sem ég fór 3 sinnum í um helgina:-)

Umhverfið er líka flott og margt að skoða t.d. Snorralaug, Snorrastofa, 2 kirkjur, gönguleiðir og fleira...

Jamm, mæli með að þið kíkjið á þetta ef þið viljið prófa eitthvað nýtt:-)
og þetta námskeið kostaði ekki mikið, innan við 20.000 kr, en ég hugsa að við höfum fengið magnafslátt þar sem við vorum um 60 manns á námskeiðinu:-)

Læt þetta nægja í bili...
Hópknús og jákvæð orka til ykkar:-)
kv. Sandra sæla:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

18. febrúar.
Trúardeilur ætti að forðast hvað sem það kostar af öllum mætti og þær ættu ekki að líðast undir neinum kringumstæðum. Fólk aðhyllist mismunandi trúarbrögð, en aðalatriðið er að við erum öll mannlegar verur. Öll leitum við hamingju og þráum frið. Trúin ætti að færa fólk nær hvort öðru. Hún ætti að sameina og efla hið góða í hjörtum fólks og betrumbæta þannig samfélagið, stuðla að manngæsku og skapa bjartari framtíð.