Wednesday, March 24, 2010

fékk

frábærar fréttir og ávinning í gær og náði einu skrefi í viðbót í átt að algjörum sigri í sambandi við ákveðið karma sem ég er að vinna í hjá mér:-)

Kyrjaði mikið um síðustu helgi, það var sameiginleg kyrjun á laugardaginn og svo súpukyrjun hjá hverfinu mínu á sunnudaginn, ásamt góðum umræðufundi síðastliðinn fimmtudag og frábærum fyrirlestri í gærkvöldi:-)

Nam-mjó-hjó-renge-kjó virkar svo sannarlega:-)

Nú styttist í páskafríið og ætla ég m.a. að nota það til að byrja á síðustu ritgerðinni í náminu þessa önn...

Svo var ég að uppgötva að ég á bara eftir að taka eitt skyldufag í haust í skólanum til að geta útskrifast með diplóma og í augnablikinu stefni ég á að útskrifast í febrúar 2011:-)

annars allt rólegt, ég komst loksins í hotyoga síðastliðin laugardag eftir 3 mánaða hlé og stefni ég á vikulega yogatíma á laugardögum hér eftir:-)

jamm, nóg af mér í bili..
Sendi jákvæða orku út í alheiminn og óska ykkur velfarnaðar og sigurs í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur:-)

kv. Sandra sæla..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

23.mars

Við skulum öll beina augum okkar að því að lifa frábærum lífum sem við helgum alltaf sannleikanum og færast í átt að því markmiði við góða heilsu og barmafull af von. Við skulum lifa lífum okkar af hugrekki, án eftirsjár, sækja fram af þolinmæði, ákafa og gegnheilum anda vináttu og félagsskapar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda