Sunday, March 21, 2010

Það

er alltaf nóg um að vera hjá mér og fólkinu í kringum mig:-)
Langt síðan ég skrifaði síðast og veit varla hvar á að byrja;-)
En ég vil fyrst segja frá því að Gunnar Aðalsteinn, sonur Jóa og Láru kom í heiminn þann 11. febrúar 2010:-)
Gullfallegur og hraustur piltur og það gengur allt vel hjá litlu fjölskyldunni:-)
Ég var boðin í heimsókn í Hreiðið um kvöldið og fékk að halda á Gunnari litla frænda þegar hann var 4 tíma gamall:-)
Skemmtileg og yndisleg heimsókn sem ég mun alltaf muna eftir, og það var mikill heiður að fá að koma í heimsókn:-)

Nú hvað fleira..
Eg er í skólanum og hef fengið fínar einkunnir þar, skilaði m.a. 38 bls verkefni um gildi list- og verkgreina í skólakerfinu og tók viðtal við tvo einstaklinga, einn skólastjóra í grunnskóla og einn deildarstjóra á leikskóla. Ég hljóðritaði viðtölin og vann svo greinargerð og hélt líka litla kynningu um þetta í Kennó. Fékk svo 8.0 í einkunn:-)
Þetta var tímafrekt, skemmtilegt, lærdómsríkt og stórt verkefni..
Ég var líka að uppgötva að ég er alveg að verða búin með diplómugráðu(60 einingar) í meistaranáminu, á bara eftir að taka einn skylduáfanga sem ég mun taka í haust og svo kannski einn áfanga í viðbót:-)
Í augnablikinu stefni ég á að klára diplómu og svo sé ég til hvað mig langar að gera í framhaldi:-)

Ég hef verið líka verið virk undanfarið í búddismanum, farið á fundi og kyrjanir og verið mikið í ábyrgð, mjög gott, gaman og nauðsynlegt fyrir mig að kyrja og ástunda trúna m.a. til að halda góðu og háu lífsástandi og geta stutt aðra:-)

nú svo er margt annað sem hefur á daga mína drifið, hef farið á dansiball, heimsóknir, bíó, saumaklúbba og margt fleira, gaman og gott að styrkja vináttutengsl og halda góðu sambandi við þessa yndislegu og frábæru vini og fjölskyldu sem ég á og er svo þakklát fyrir:-)

Vil að lokum óska Ágústu Sif, litlu systur til hamingju með afmælið í dag:-)

Jæja krúttin mín, ég læt þetta nægja í bili, þarf að halda áfram að læra..

Vona að þið eigið góða daga, séuð heil heilsu og öðlist hamingjusamar, góðar, skemmtilegar og gefandi stundir í lífinu:-)
Munið að það eru engir erfiðleikar eða hindranir sem ekki er hægt að komast yfir, það tekur bara mislangan tíma að vinna sigurinn:-)

Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Knús og kossar..
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

20.mars

Það geta komið tímar þar sem lífið virðist þrúgandi og leiðinlegt. Þegar okkur finnst við vera föst í einhverjum aðstæðum, þegar við erum neikvæð gagnvart öllu, þegar við erum týnd og áttavillt og ekki viss hvert við eigum að snúa okkur - á slíkum tímum verðum við að umbreyta hlutlausu hugarástandi okkar og ákveða, “ég mun halda áfram þennan veg,” “ég mun vinna ætlunarverk mitt í dag.” Þegar við gerum það mun vora í hjörtum okkar, og blómin byrja að blómstra.

There may be times when life seems gloomy and dull. When we feel stuck in some situation or other, when we are negative toward everything, when we feel lost and bewildered, not sure which way to turn-at such times we must transform our passive mind-set and determine, "I will proceed along this path," "I will pursue my mission today." When we do so a genuine springtime arrives in our hearts; and flowers start to blossom.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda