Kyrja
kyrja, kyrja, það er það eina sem virkar, og það virkar, hef fengið nokkra ávinninga undanfarið:-)
Það er margt sem hvílir á mér núna sem þarf að kyrja fyrir, ekkert alvarlegt en samt mikilvægt..
Annars er ég í ágætis formi þessa dagana, hef sveiflast örlítið, fer eftir dögum, en það er nú alveg eðlilegt:-)
Nóg um að vera eins og venjulega, leikfimi og vídjókvöld á morgun og verkefnavinna á sunnudag, ásamt Kosen-rufu fundi.
Staðlota í Kennó á þriðjudag og miðvikudag, kóræfing á þriðjudagskvöld og undirbúningsfundur á fimmtudagskvöld;-)
Svo er framundan æfingabúðir og sumarbústaðaferð í apríl:-)
Jamm, læt þetta nægja í bili.
Vona að ykkur líði vel og eigið góða daga framundan:-)
Knúsiknús
Leiðsögnin frá Ikeda.
2. apríl
Því fæðast mannlegar verur? Þessi spurning hefur vakið mikinn áhuga. Toda forseti setti sína skoðun fram á auðskilinn hátt. Nefnilega, þessi heimur er staður fyrir fólk til að, eins og stendur í Lótus sútrunni, “njóta sín áreynslulaust.” Við vorum fædd hér til að njóta lífsins gæða út í gegn. Trú á búddisma Daishonin er það sem gerir okkur kleift að kalla fram þann mikla lífskraft sem við þurfum til að lifa slíku lífi.
1958 Dánardagur Josei Toda, annars forseta Soka Gakkai
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home